Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 114
4. FræSsIustarfsemi.
a) Námskeið.
Sigr. Bachmann hélt 3 námskeið í Rvík, í hjúkrun og hjálp í við-
lögum, í október og nóvember 1940. Þátttakendur 106.
b) Forskóli hjúkrunarnema,
stóð frá 20./3. 1940 til 30./4. s. á. Nemendur 14. Þetta nám er til
undirbúnings þeim nemum, sem ætla að hefja nám á Hjúkrunar-
kvennaskóla íslands í Landspítalanum. Sigr. Bachmann veitti for-
skólanum forstöðu.
5. Utgáfustarfsemi.
a) Unga. ísland. Sjá 8. UngliSadeildir.
b) Heilbrigt líf, tímarit,
ritstjóri Dr. G. Claessen, hóf göngu sína á öskudag þ. 22. febrúar.
6. Fjárreiður R. K. í. 1940.
a) Útdráttur úr ársreikningi 19U0.
Tekjur ársins voi'u kr. 34.412,90. í þeirri upphæð er tillag frá
Miðneshreppi kr. 200,00, ríkissjóðsstyrkur kr. 1000,00 og bað-
stofustyrkur kr. 400,00, g'jafir kr. 2349,49, merkjasala kr. 6895,59,
auk merkjasölu Akureyrar, sem Akureyrardeildin féltk, heillaóska-
merki kr. 2640,00, minningarspjöld kr. 64,50 og ævigjöld 2 nýrra
ævifélaga kr. 200,00. Gjöld ársins voru kr. 28.323,08, að fyrning-
um meðtöldum, sem eru kr. 2983,11. Hagnaður á árinu varð
kr. 6089,82. Reikningshald allt hafði, eins og að undanförnu, lögfr.
Björn E. Árnason, endurskoðandi, en endurskoðendur voru þeir
Guðrn. Loftsson, skrifstofustjóri, og lögfr. Magnús Thorlacius.
b) Merkjasala 19U1
fór fram á um 30 stöðum víðsvegar um land og safnaðist alls
um 14000 kr., eða helmingi meira en s.l. ár. Víða komu meiri pen-
ingar en svaraði til andvirðis seldra merkja, og á einum stað,
Drangsnesi í Kaldrananeshreppi, var safnað á 2. hundrað krónum,
þótt engin merki hefðu borizt þangað. Barnaskólastjórar víðsvegar
urn landið, og héraðslæknar, báru víðast hita og þunga söfnunar-
innar, og að því er virtist með sérstakri umhyggju og ánægju. Af
þessari upphæð safnaðist í Reykjavík kr. 8507,76. Örvandi blaða-
skrif studdu söfnunina, ennfremur sýning R. K. I. í Háskólanum og
sýning H. Árnasonar í skemmuglugga sínum. Kvöldið fyrir söfn-
218
Heilbrigt líf