Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 6
Tafla II. Orkumagn og verð nokkurra matartegunda.1)
100 hita- Dreifing hitaeininganna Verð pr.
Fæðutegund einingar I eggja- I fitu I kolvetn- 100 hita-
vega gr. hvitu um einingar
Kindakjöt, magurt .. 37 29,7 70,3 11 aura
Kindakjöt, feitt .... 19 11,1 88,9 6 —
Nautakjöt með fitu.. 64 54,5 45,5 40 —
horskur, magur .. .. 143 95,0 5,0 8 —
Egg 67 36,1 63,9 54 —
Mjólk 145 19,0 52,0 29,0 10 —
Smjör 14 0,5 99,5 10 —
Smjörlíki 14 0,5 99,5 2,5 —
Hveitibr. og rúgbr.. . 38 14,1 4,5 81,4 3,7—6 —
Af þessari töflu sést, að brauðið er afaródýr orkugjafi
og því eðlilegt, að það sé mikið notað til manneldis, eink-
um af þeim, sem vinna erfiðisvinnu, og þurfa þess vegna
á ódýrri og orkuríkri fæðu að halda.
En eins og áður er sagt, þá er ekki allt fengið með
orkugjöfinni. Líkaminn þarf að endurnýja sig vegna slits
á vefjum sínum, börnin að vaxa og barnshafandi kona verð-
ur að sjá fóstri sínu fyrir nægum byggingarefnum. Og
það er sitt hvað að standa undir orkuþörf líkamans, svo
að hann geti unnið störf sín, og annað að fullnægja öll-
um hinum margvíslegu viðhaldskröfum líkamans. Þess
vegna nægir ekki að meta fæðutegundirnar eingöngu eft-
ir hitagildi þeirra, því að þá fæst aðeins mat á orkugild-
inu, en ekki á viðhalds- og vaxtargildinu, sem er höfuð-
skilyrðið fyrir því, að líkaminn geti haldið fullri heilsu.
Eins og sést af töflunni hér að framan, þá er brauðið
ódýr orkugjafi, svo ódýr, að þar getur tæplega nokkur
önnur matartegund jafnazt við. En við skulum nú
líta á brauðið frá hinni hliðinni, nefnilega sem bygging-
arefni fyrir líkamsvefina.
1) Verðlag miðað við Eeykjavík í apríl 1941 (smásöluverð).
110
Heilbrigt líf