Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 39
Jóhann Sæmundsson,
yfirlæknir:
SVEFN OG HVÍLD
Enginn getur verið án svefns og hvíldar. Tvítugur mað-
ur hefir eytt nálega 7 árum ævi sinnar í rúminu. Svefninn
er því veigamikill þáttur í lífi mannsins.
Ýmsum kenningum hefir verið haldið fram um eðli
svefnsins, og eru menn enn ekki á eitt sáttir um, í hverju
hann sé í rauninni fólginn. Sumir telja, að svefninn stafi
af tregri blóðsókn til heilans, og hafa ýmsar rannsóknir
verið gerðar til að prófa þetta. Um þær má segja, að
nokkuð virðist benda í þessa átt, en tæpast mun þetta
vera einhlít skýring á svefninum. Aðrir hafa getið þess
til, að ýmis efni kynnu að myndast í líkama mannsins við
önn dagsins, sem hefðu svæfandi áhrif á heilann, er þau
næðu ákveðnu magni, en þessi skýring er einnig vafasöm.
Kunnugt er, að þreyta ryður svefninum braut. Þegar
maðurinn er orðinn þreyttur, dregur það úr viðbrigðni
taugakerfisins gagnvart áhrifum, er berast að. Þegar
skynfærin verða fyrir litlum áhrifum frá umhverfinu, ber-
ast einnig færri taugaboð til heilans, og undirbýr það
svefninn einnig, ef maðurinn gerir sér far um að bægja
frá ytri áhrifum, t. d. með því að loka augunum eða fara
á kyrrlátan stað.
Rannsóknir rússneska lífeðlisfræðingsins Pavlovs hafa
vakið mikla athygli. Hann gerði mjög víðtækar tilraunir
með taugaviðbrögð hunda, og er þess enginn kostur að
rekja niðurstöður hans. En rannsóknirnar sýndu meðal
annars, að hægt var að vekja hömluboð í heila dýranna
Heilbrigt líf
143