Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 57
En fljótfærnislegt væri þó að álykta svo, án þess að at-
huga nánar vinnubrögðin eins og þau gerðust þá, og skal
nú reynt að sýna lit á því, þótt efnið sé svo yfirgrips-
mikið, að engin leið er til þess að drepa á nema hið allra
helzta, er ætla má að ráðið hafi hollustu þeirra og óholl-
ustu, eins og þau gerðust á 19. öld, og þó aðallega síðara
hluta hennar, og var þó margt farið að breytast til batn-
aðar þá, eins og í flestu öðru, frá því sem áður var.
Allur þorri landsmanna bjó þá í sveitum, og mjög
margir af karlmönnunum stunduðu nokkurn veginn jöfn-
um höndum sveitavinnu og sjómennsku. Sveitavinnan
hafði mikla útivist og hreyfingu í för með sér vor, sumar
og haust, sjómennskan allt árið. Fjárhirðing á vetrum
hafði og einatt allmikla útivist í för með sér, og meiri en
nú gerist, en þar kemur á móti, að líklegt er, að hey hafi
oft verið verr verkuð en nú, og meðferð þeirra því valdið
meiri óhollustu. Innistörfin hvíldu hins vegar allt árið á
herðum kvenfólksins, og stóð það að því leyti ekki betur
að vígi en þær konur, sem nú vinna innistörf, en að því
leyti verr, sem húsakynnin og loftræsingin var verri og
vinnutíminn lengri. Geta ber þó þess, að margt af kven-
fólki vann líka að útistörfum, a. m. k. vor og sumar. Og
útistörfin voru tvímælalaust hollari en t. d. vinna starfs-
fólks nú í skrifstofum, búðum og verksmiðjum, ef vinnu-
tíma hefði verið stillt í hóf, verkfæri og vinnuaðferðir
verið hentugri, svo að stritið hefði verið minna, og fólkið
verið svo búið við vinnuna, að það hefði verið nokkurn
veginn varið gegn vosi og kulda. En oft var ekki neinu
af þessu að heilsa.
Það yrði of langt mál að lýsa hér nákvæmlega vinnunni,
eins og hún gerðist á síðari hluta 19. aldar og meta holl-
ustu og óhollustu hvers starfs um sig í samanburði við
algengustu störfin nú. Má og fá mikinn fróðleik um vinnu-
brögðin þá í ýmsum ritgerðum í tímaritum, og einkanlega
Heilbrigt Uf
161