Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 57

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 57
En fljótfærnislegt væri þó að álykta svo, án þess að at- huga nánar vinnubrögðin eins og þau gerðust þá, og skal nú reynt að sýna lit á því, þótt efnið sé svo yfirgrips- mikið, að engin leið er til þess að drepa á nema hið allra helzta, er ætla má að ráðið hafi hollustu þeirra og óholl- ustu, eins og þau gerðust á 19. öld, og þó aðallega síðara hluta hennar, og var þó margt farið að breytast til batn- aðar þá, eins og í flestu öðru, frá því sem áður var. Allur þorri landsmanna bjó þá í sveitum, og mjög margir af karlmönnunum stunduðu nokkurn veginn jöfn- um höndum sveitavinnu og sjómennsku. Sveitavinnan hafði mikla útivist og hreyfingu í för með sér vor, sumar og haust, sjómennskan allt árið. Fjárhirðing á vetrum hafði og einatt allmikla útivist í för með sér, og meiri en nú gerist, en þar kemur á móti, að líklegt er, að hey hafi oft verið verr verkuð en nú, og meðferð þeirra því valdið meiri óhollustu. Innistörfin hvíldu hins vegar allt árið á herðum kvenfólksins, og stóð það að því leyti ekki betur að vígi en þær konur, sem nú vinna innistörf, en að því leyti verr, sem húsakynnin og loftræsingin var verri og vinnutíminn lengri. Geta ber þó þess, að margt af kven- fólki vann líka að útistörfum, a. m. k. vor og sumar. Og útistörfin voru tvímælalaust hollari en t. d. vinna starfs- fólks nú í skrifstofum, búðum og verksmiðjum, ef vinnu- tíma hefði verið stillt í hóf, verkfæri og vinnuaðferðir verið hentugri, svo að stritið hefði verið minna, og fólkið verið svo búið við vinnuna, að það hefði verið nokkurn veginn varið gegn vosi og kulda. En oft var ekki neinu af þessu að heilsa. Það yrði of langt mál að lýsa hér nákvæmlega vinnunni, eins og hún gerðist á síðari hluta 19. aldar og meta holl- ustu og óhollustu hvers starfs um sig í samanburði við algengustu störfin nú. Má og fá mikinn fróðleik um vinnu- brögðin þá í ýmsum ritgerðum í tímaritum, og einkanlega Heilbrigt Uf 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.