Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 97
neina reynslu lækna, og enginn röntgensérfræðingur
hefir orðið þess var, að liðhlaup né bilanir á hryggjarlið-
um séu orsök flestra sjúkdóma. Aftur er það fyrir löngu
kunnugt, að hryggjarliðir geta bilað við slys, berklaveiki,
gigt o. fl. Það má því fullyrða, að kírópraktíkin, sem
hófst ekki fyrr en 1903, sé einber heilaspuni. Þegar hún
hefir komið að gagni, er það að þakka sjálfssefjun eða
nuddi. Og þó þrífst hún enn í Ameríku og er kennd í sér-
stökum skólum. Aðalathöfnin er í því fólgin, að settur er
hnykkur á hrygginn, til ímyndaðrar lagfæringar.
Ég hefi hér að framan nefnt aðeins nokkur dæmi ýmis-
legs lækningakukls, og svo mætti lengi telja. En þessi dæmi
nægja til þess að sýna, að vér höfum ekki yfir miklu að
státa á þessari svo nefndu menntunar- og menningaröld.
Hjátrúin lifir enn, eins og fyrr á öldum. Hún hefir
aðeins tekið á sig nýjar myndir, því ekkert er jafn
lífseigt og heimska manna og trúgirni. Og enn eru þessi
orð Goethes í fullu gildi: „Hjátrúin er einn þáttur í mann-
legu eðli. Hvenær sem vér reynum að útrýma henni, smýg-
ur hún inn í þá kynlegustu króka og kima, og er hún sér
sér færi, skýzt hún allt í einu út úr þeim“.
Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi af lækninga-
kreddum, sem hvað eftir annað hafa geisað yfir löndin,
féflett sjúklinga og gabbað þá til þess að leita ekki læknis-
hjálpar. Margir munu halda, að vér séum nú, á þessari
miklu vísindaöld, vaxnir upp úr slíkri hjátrú, — en því
fer fjarri. Hjátrúin lifir enn góðu lífi, þó hún breyti um
búning líkt og tízkan.
Heilbrigt líf
201