Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 66
bogna og vindast alla vega, og deyja þau oftast úr því“J)
Þá eru og miklar líkur til að sjúkdómar, er stafa af Bt-
fjörefnisskorti, hafi verið algengir, og að sumt af því, sem
var kallað gigt, hafi stafað af þeim skorti. En þá var
gigt talin meðal allra algengustu sjúkdóma og miklu verri
viðureignar en nú er venjulegt. A. m. k. mun það vera fá-
títt nú, að gigt valdi lömunum, en Schleisner telur það
algengt. Að vísu fer því fjarri, að ég ætli, að allt, sem þá
var kallað gigt, hafi stafað af Bx-f jörefnisskorti, fremur
en það, sem svo er kallað nú, en um það, að sumt af því
hafi af honum stafað, er ég ekki í neinum vafa, þótt ekki
sé jafn auðvellt að þreifa#á því, ef svo má að orði kveða,
og á hinum hörgulsjúkdómunum. En þegar fullvíst er, að
tveir hinir helztu hörgulsjúkdómar voru þá þungir og al-
gengir, en nú ekki orðnir nema svipur hjá sjón, þá sjald-
an þeirra verður enn vart, og að allar líkur eru til þess, að
hinn þriðji hafi þá verið miklu algengari og verri en nú,
þótt hann kunni enn að gera eitthvað vart við sig á stöku
manni, þá ætti ekki að þurfa að leiða fleiri vitni að því,
að mataræðið var óhentugra og maturinn fjörefnasnauð-
ari og því „ófullkomnari“ fyrrum en nú, þrátt fyrir aukna
neyzlu hveitis og sykurs á þessari öld. Það er líka ein-
kennilegt, að þeir, sem stagast sí og æ á því, hve fæða
landsmanna sé „ófullkomin“ nú í samanburði við það, sem
áður var, forðast eins og heitan eldinn að nefna einu sjúk-
dómana, sem nokkuð sanna til eða frá um þetta, sjúkdóm-
ana, sem ég nefndi hér á undan. í stað þess nefna þeir aðra
sjúkdóma, eins og t. d. krabbamein, sem þeir fullyrða að
séu sí og æ að færast í vöxt, þótt þeir geti ekki fært fyrir
því nein rök, er gagnrýni standast. Að þykjast sanna að
sjúkdómur hafi verið miklu fátíðari en nú á einhverju
tímabili með því, að hans sé þá sjaldnar getið í skýrslum,
1) Auðkennt af mér. S. J.
170
Heilbrigt líf