Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 54
sumir oft, og allir ritað fræðandi greinar í blöð og tíma-
rit, þar á meðal víðlesnasta tímaritið, sem kemur út hér
á landi, Almanak Þjóðvinafélagsins. Er mér hulin ráð-
gáta, hvernig allt þetta hefir getað farið fram hjá náttúru-
lækningaforkólfunum, ef vanrækslu-ámælið er flutt í
grandleysi, sem ég vil vona í lengstu lög. Geta má þess til
áréttingar, að nokkru áður en þetta óverðskuldaða ámæli
var borið á lækna í útvai-pinu, var byrjað að gefa út tíma-
ritið Heilbrigt líf, sem Dr. Gunnlaugur Claessen er rit-
stjóri að, og eingöngu er ætlað til að flytja almenningi
fræðslu um heilbrigðismál. Yafalaust stendur þetta tíma-
rit opið formanni Náttúrulækningafélagsins jafnt og öðr-
um læknum.
Ég tel víst, að allir, sem ekki eru blindaðir af trú, geti
orðið mér sammála um, að til þess að gera sér sennilega
grein fyrir því, hvaða breytingar hafi orðið á heilsufar-
inu frá því, sem áður var, að því leyti, sem tölur skýrslna
nægja ekki til að sýna þessar breytingar, þarf að gera
sér ljóst, við hvaða kjör og aðbúð alþýða átti áður að
búa í þeim efnum, er ætla má eða víst er að ráða miklu
um heilsufarið, og hvaða breytingar nú eru á þessu orðnar.
Eitt þeirra atriða, sem þá koma til greina, er mataræðið,
en engan veginn eina atriðið. Ekki þarf síður að kynna
sér híbýlaháttu og hreinlæti innan húss og utan, líkams-
ræstingu, hvernig hún var venjulegast, og ekki sízt meðferð
matar frá hreinlætis sjónarmiði. Þá þarf og að gera saman-
burð á vinnubrögðum unglinga og fullorðinna fyrr og nú,
eðli vinnunnar (útivinna og útivist — innivinna og kyrr-
setur), vinnutíma, svefntíma og fatnaði. Má öllum vera
ljóst, að þetta efni allt er svo yfirgripsmikið, að ekki verð-
ur unnt að gera því hér ítarleg skil, því að til þess þyrfti
stóra bók. Verður að láta nægja að stikla á því allra
helzta. En tæpast mun neinn, er hefir reynt að kynna sér
þetta að nokkru ráði, geta verið í vafa um, að þó að enn
158
Heilbi'igt líf