Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 80

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 80
breytingar orðið á mataræðinu. Þótt viðurværi almenn- ings sé enn sjálfsagt nokkuð misjafnt, og standi vafalaust til bóta í mörgu, þá er enginn vafi á því, að það er meira, fjölbreyttara og hollara í flestum greinum og fullnægir betur næringarþörfinni en áður gerðist. Um það þarf ekki frekari vitna við en þess, að hörgulsjúkdómar mega nú heita óþekktir í samanburði við það, sem var, og að á hinn bóginn hafa engin nýtileg rök verið færð fyrir því, að neinn þeirra sjúkdóma, sem sumir hafa kennt mataræð- inu nú um, sé því að kenna, nema ef til vill tannsjúkdóm- ar að einhverju leyti. Niðurstaðan verður því sú, að þær breytingar, sem orðið hafa á mataræðinu, hafa stuðlað að fækkun sjúkdóma, en ekki fjölgun þeirra. 7) Því fer fjarri, að af því að þeim hefir fjölgað, sem læknis leita nú, frá því sem áður var, sé rétt að álykta, að sjúkdómum og sjúklingum hafi fjölgað að sama skapi, því að stórfelld fjölgun lækna, bættar samgöngur, og víða minni kostnaður við læknisvitjanir, eru meir en nægileg til að skýra það, hve miklu fleiri leita nú læknis en áður. 8) Það eina, sem ég fæ séð að líkur séu til, að geti vald- ið verulegu um það, að gera þá kynslóð, sem alizt hefir upp á þessari öld, óhraustari og kvillasamari en fyrri kyn- slóðir, er þverrun ungbarnadauða og bráðra farsótta, þótt ótrúlegt megi það virðast í fljótu bragði. Og náttúrlega er það rangt, að þessi þverrun hafi valdið fjölgun sjúk- dóma, því að það voru heldur en ekki sjúkdómar, sem ollu því, að ungbörnin hrundu niður eins og flugur, og flestir munu telja bráðar farsóttir með sjúkdómum, þótt sumir hafi ekki hátt um fækkun þeirra og láti sem hún komi ekki málinu við, þegar þeir eru að telja sér og öðrum trú um, að sjúkdómum hafi fjölgað. Náttúrlega hefir þessum sjúk- dómum fækkað. En á hinn bóginn er það varla efamál, að þrátt fyrir það, eða réttara sagt, einmitt vegna þess, hvílíkan geysi-usla þessir sjúkdómar gerðu, hefir það gott 184 Heilbrigt líf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.