Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 67
er álíka viturlegt og að ætla að sanna, að Ameríka hafi
verið miklu minni en nú á dögum Leifs heppna eða Kol-
umbusar, af því að þeir þekktu ekki nema lítið brot af því,
sem menn hafa nú vitneskju um þar. En þar að auki hafa
þeir, sem halda því fram, að krabbamein stafi af „hvítu“
hveiti og „dauðum“ sykri ekki hótinu betri rök fram að
færa en þeir, sem sögðu, að holdsveikin stafaði af súru
smjöri og feitri flyðru. Hvoru tveggja „vísindin“ eru á
sömu bókina lærð.
Af sjúkdómum þeim, sem ýmsir hafa nefnt til sönnun-
ar um skaðvæni hveitisneyzlu og sykurs, getur aðeins verið
viðlit um eina tvo flokka sjúkdóma, að það sé hugsanlegt,
að þeir kæmu þar til greina, ef, eða að svo miklu leyti sem,
það yrði sannað, að þeir hefðu orðið að því skapi tíðari
sem hveitisneyzla og sykurs hefir farið í vöxt. Það eru
tannsjúkdómar og meltingarsjúkdómar.
Tannsjúkdómar fyrr og nú.
Um tannsjúkdómana er þá þetta að segja: Ég held, að
þeir hafi farið eitthvað í vöxt á þessari öld, en það er viss-
ara að fara varlega í fullyrðingar, því að gögn um það eru
ekki nægileg. Víst er um það, að þeir eru ekki ný bóla hér
á landi. Tannveiki getur þegar í biskupasögunum. Þar er
lækning á óþolandi tannverk talin meðal jarteikna um
helgi Þorláks biskups og fleiri dýrðlinga. Formaður Nátt-
úrulækningafélagsins segir í formála fyrir trúboðspésa,
sem félag þetta hefir gefið út nýlega, að það „þyki áreið-
anlegt“, að tannveiki hafi verið ,,mjög x) fátíður kvilli“
fram til 1850. Ekki þótti læknum, sem þá lifðu hér og
störfuðu, þetta áreiðanlegt. Svo segir t. d. í skýrslu frá
Jósef Skaftasyni fyrir árið 1848 (en hann var héraðslækn-
ir í Húnavatnssýslu og Skagafjarðar vestan Héraðsvatna) :
1) Auðkennt af mér. S. J.
Heilbrigt líf — 11
171