Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 65
mikill skortur á ýmsum ómissandi næringarefnum, fyrst
og fremst fjörefnum, að hörgulsjúkclómar, er af því stöf-
uðu, máttu heita landlægir. Svo var t. d. um skyrbjúginn,
sem nú verður örsjaldan vart á svo háu stigi, að hann sé
öllum auðþekktur, eins og áður var algengt. Getur það
ekki vakið furðu, er þess er gætt, að C-fjörefnisgjafa ann-
ara en mjólkur var ekki neytt, svo að teljandi væri, — og
mjólkin hefir vafalaust verið fjörefnasnauðari en nú vetur
og vor, af því að kýr voru yfirleitt miklu ver fóðraðar
og heyskortur algengari á vorin. Gulrófur voru óvíða
ræktaðar, kartöflur enn óvíðar og kál og annað grænmeti
nálega hvergi. Nokkuð var þetfa að vísu misjafnt í hin-
um ýmsu byggðarlögum, og nokkuð stefndi þetta í áttina
til að lagast, þegar kom fram á síðara hluta 19. aldarinn-
ar, eins og flest annað; en yfirleitt var þetta svona. Þótt
minni sögur fari af beinkröminni, öðrum hörgulsjúkdómn-
um frá, en af skyrbjúgnum, er ekki heldur vafi á, að hún
hefir verið langtum tíðari en nú, jafnvel á síðara hluta 19.
aldar, þegar ungbarnameðferðin og fæðið var þó farið
að skána til muna frá því, sem áður var. Það sýna
þau merki, er eigi allfátt roskið fólk ber enn í dag um
beinkröm, er það hefir haft í bernsku, en nú orðið er
sjaldgæft að sjá svo illa útleikinn beinkramarsjúkling, að
líklegt sé, að þess sjáist veruleg merki eftir að hann er
kominn á fullorðinsár. Fyrir miðja 19. öld fara einkum
sögur af beinkröm á Austfjörðum, en þó að hennar sé að
litlu eða engu getið annars staðar, fer því fjarri, að af því
megi ráða, að hún hafi ekki verið víðar til, aðeins líklegt,
að hún hafi verið magnaðri þar en annars staðar. En þar
kvað nú líka að henni heldur en ekki, svo sem sjá má í
prestakallslýsingu úr Hólmaprestakalli 1843 (Skírnir 1940,
bls. 190). Þar segir svo: „Barnasjúkdómur gengur hér og
víða um Austurland, sem menn kalla beinkröm (engelsk
sýki); verða börn þessi afllaus, einkum í fótum, sem
Heilbrigt lif
169