Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 28
hann hefði fundið berklasýkilinn. Með sérstökum litunar-
aðferðum hafði honum tekizt að sjá hann í uppgangi
berklaveikra sjúklinga og yfirleitt í berklaveikum hold-
vef. Honum hafði einnig tekizt að rækta hann utan líkam-
ans og sýkja með honum naggrísi. Hann lét því í Ijós þá
skoðun sína, að berklasýkillinn væri hin eina orsök berkla-
veihinnar og án þessa sýkils ætti engin berklaveilci sér
stað.
Um sama leyti tilkynnti annar þýzkur læknir, P. v.
Baumgarten, að einnig honum hefði tekizt að finna berkla-
sýkilinn. Báðir störfuðu þessir læknar hvor út af fyrir
sig, og munu rannsóknir þeirra hafa verið algjörlega
sjálfstæðar.
Uppgötvun sýkilsins hafði mjög mikla þýðingu. Mai'gir
höfðu talið berklaveikina ólæknandi sjúkdóm og álitu illt
eða ómögulegt að forðast veikina. Nú gerbreyttust allar
þessar hugmyndir manna. Reynslan var farin að sýna, að
með því að finna sýkla hinna ýmsu sjúkdóma, var fundið
eitt hið öflugasta ráð til að stemma stigu fyrir útbreiðslu
þeirra, og jafnvel til að lækna þá.
Berklasýkillinn (bacillus tuberculosis) er ofurlítill
sveppur og með öllu ósýnilegur berum augum. í einum
hráka getur sýklafjöldinn skipt tugum þúsunda. Sýkill-
inn er ílangur, 1—4 þúsundustu úr millimetra að lengd
og 5—10 sinnuni grennri en hann er langur. Til þess að
gera sér betri hugmynd um stærð hans má geta þess, að
í keðju, sem væri 1 millimetri á lengd, þyrfti um 500 sýkla
hvern við endann á öðrum. En á venjulegum títuprjóns-
haus rúmast 40—50 þúsund sýklar, hver við hliðina á
öðrum.
Til þess að geta séð sýkilinn greinilega, verður að skoða
hann í smásjá, sem stækkar 800—1200 sinnum. Með sér-
stakri litun er þá hægt að greina hann glögglega frá öðr-
um sýklum.
132
Heilbrigt líf