Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 52
astliðnum vetri, er sumir muna sennilega eftir, sýndi ég,
að, þó að unnt væri að sanna, sem að vísu fór fjarri að hon-
um tækist, að fleiri dæju nú en áður úr fáeinum tilgreind-
um sjúkdómum, þá yrði ekki af því ráðið, að heilsufarið
hefði versnað yfirleitt, með því að samtala þeirra, er deyja
úr öllum sjúkdómum, hefði lækkað miklu meir en svaraði
jafnvel hinni ýktu dánartölu úr þessum fáu sjúkdómum.
Niðurstaðan yrði einmitt þveröfug við kenninguna, ef
dæmt væri eftir dánartölunum einum. Hitt er annað mál,
að þótt mjög mikið megi ráða af lækkun dánartalna um
batnandi heilsufar, og þótt heildardánartölurnar og leng-
ing mannsævinnar gefi meira að segja áþreifanlegri bend-
ingu í þá átt en allt annað, verður ekki sagt, að fullkomin
vissa fáist um þetta af þeim einum. Ég tók það fram þá
þegar, að fleira gæti þar líka komið til greina, og mundi
ég síðar, ef til vildi, gera því efni einhver skil. Það ætla
ég nú að reyna, en rétt er að segja það undireins, að svo
margt kemur til greina, er ræða skal um áhrif lífskjar-
anna á heilsufarið, er hamlar því, að óyggjandi vissa fá-
ist, einkanlega það, að sumar lífskjarabreytingar geta ork-
að á heilsufarið bæði til góðs og ills, að um fulla vissu
verður víða ekki að ræða, aðeins líkur, en að vísu oft lík-
ur, er æðimikið nálgast fulla vissu.
En við það eitt er ekki látið sitja að fullyrða, að heilsu-
far þjóðarinnar fari hríðversnandi. Orsakirnar eru svo
sem líka á takteinum hjá þessum fræðurum. Þær eru auk-
in hveitis- og sykurneyzla landsmanna. Allar aðrar breyt-
ingar, sem orðið hafa á högum þjóðarinnar og lifnaðar-
háttum, virðast þeir telja áhrifalausar á heilsufarið, eða
því sem næst, og víst er hveiti og sykur, „manndráps-
fæðan“, er þeir nefna svo, einu óvinirnir, er þeir ráðast á
og reyna að safna liði gegn. Þessum mönnum verður einatt
tíðrætt um f jörefnarannsóknir vísindamanna á þessari
öld, sem að vísu verður ekki vart við að þeir risti djúpt í,
156
Heilbrigt líf