Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 19
rækileg athugun hefir farið fram á því, hvaða leið þyki
tiltækilegast að fara hér í þessum efnum.
Ekki dettur mér í hug að halda, að ráðstafanir sem
þessar myndu verða nein allrameinabót, t. d. koma í veg
fyrir krabbamein. En því nefni ég það hér, að sumir
áhugasamir, en ekki að sama skapi gjörhugulir, manneldis-
fræðingar hafa haldið því fram, að það stafaði af lélegu
hveiti. Og það myndi tæplega draga verulega úr æðakölk-
un og öðrum hrörnunarsjúkdómum.
En hins vegar er ástæða til að halda, að þessi meðferð
brauðanna myndi hafa bætandi áhrif á þjóðarheilsuna,
og koma í veg fyrir og bæta ýmsa þá kvilla, einkum í
tauga- og meltingarkerfi, sem nú ganga undir ýmsum
nöfnum, án þess að læknum sé ætíð unnt að komast fyrir
orsökina.
Reykjavík í maí 1941.
TÓBAKSNEF.
Eitt af dagblöðum landsins hermir, að Islendingar muni taka
40 smálestir í nefið á ári. Ein helzta nýjungin í innlendum iðnaði
er, að tóbakseinkasalan hefir sett upp ýmis konar vélar til nef-
tóbaksgerðar. Anægjan yfir þessari iðngrein er svo mikil, að blaðið
telur líkur til, að ráðunautur einkasölunnar muni vinna „fullan
sigur í sjálfstæðismáli þjóðarinnar að því, er snertir neftóbak"!
Það er bjart fram undan fyrir íslenzku þjóðinni — eitthvað annað
heldur en þegar sjóndaprir menn höfðu atvinnu af að saxa tóbaks-
kornin i klóaknefin!
Heilbrigt líf — 8
123