Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 26
næmi sjúkdómsins, án þess þó að vita, hver væri hin eig-
inlega orsök hans, má geta þess, að franskur læknir, Je-
annet cle Langrois, sem var uppi seint á 18. öld, segir frá
því, að í Nancy hafi bæjarstjórnin látið brenna rúmfatn-
að og húsmuni konu einnar, er dáið hafði úr lungnatær-
ingu. Árið 1782 var gefin út tilskipun í Neapel, sem skyld-
aði lækna til þess að tilkynna sérhvern tæringarsj úkling.
Ef læknirinn óhlýðnaðist lögum þessum, var honum hegnt
með allt að 7 ára betrunarhúsvinnu. Væri ekki hægt að
útvega hinum veika herbergi út af fyrir sig, þá varð að
leggja hann á sjúkrahús. Yrði hann aftur heill heilsu, átti
hann að fá ný föt. Allt, sem hann hafði notað meðan á
sjúkdómnum stóð, átti að brenna eða sótthreinsa á kostn-
að hins opinbera. Til sótthreinsunarinnar var haft edik,
brennivín, sítrónusafi, sjór eða brennisteinsbræla. Svipuð
ákvæði munu hafa gilt á Spáni og í Portúgal. Þar var
nánustu vandamönnum sjúklinganna skylt að tilkynna
yfirvöldunum um sjúkdóm þeirra, og þung refsing lá við,
ef út af var brugðið.
Um hinar eiginlegu orsakir sjúkdómsins vissu menn
lítið, eftir sem áður. Það var fyrst á 17. öld, að Sylvíus
(1614—1672) lýsti sem aðaleinkennum lungnaberklanna
hinum svonefndu tubercula, þ. e. örsmáum hnútum, sem
myndast við áhrif berklasýkilsins á líkamann, og Frakk-
inn Bayle (1774—1816) var fyrstur til þess að fullyrða,
að hnútarnir væru ekki aðeins aðaleinkenni lungnaberkla,
heldur hvers konar berklaveiki, í hvaða líffæri, sem hún
kæmi fram.
Þessar kenningar höfðu mikil áhrif og skýrðu fyrir
mönnum eðli og gang veikinnar, tengdu lungnaberklana
við berklaveiki annarra líffæra og færðu mönnum þau
sannindi, að hér væri um sjúkdóm að ræða, sem gæti
birzt í mörgum mismunandi myndum í ýmsum líffærum.
Var sjúkdómurinn eftir þetta nefndur tuberculosis (af
130
Heilbrigt líf