Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 26

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 26
næmi sjúkdómsins, án þess þó að vita, hver væri hin eig- inlega orsök hans, má geta þess, að franskur læknir, Je- annet cle Langrois, sem var uppi seint á 18. öld, segir frá því, að í Nancy hafi bæjarstjórnin látið brenna rúmfatn- að og húsmuni konu einnar, er dáið hafði úr lungnatær- ingu. Árið 1782 var gefin út tilskipun í Neapel, sem skyld- aði lækna til þess að tilkynna sérhvern tæringarsj úkling. Ef læknirinn óhlýðnaðist lögum þessum, var honum hegnt með allt að 7 ára betrunarhúsvinnu. Væri ekki hægt að útvega hinum veika herbergi út af fyrir sig, þá varð að leggja hann á sjúkrahús. Yrði hann aftur heill heilsu, átti hann að fá ný föt. Allt, sem hann hafði notað meðan á sjúkdómnum stóð, átti að brenna eða sótthreinsa á kostn- að hins opinbera. Til sótthreinsunarinnar var haft edik, brennivín, sítrónusafi, sjór eða brennisteinsbræla. Svipuð ákvæði munu hafa gilt á Spáni og í Portúgal. Þar var nánustu vandamönnum sjúklinganna skylt að tilkynna yfirvöldunum um sjúkdóm þeirra, og þung refsing lá við, ef út af var brugðið. Um hinar eiginlegu orsakir sjúkdómsins vissu menn lítið, eftir sem áður. Það var fyrst á 17. öld, að Sylvíus (1614—1672) lýsti sem aðaleinkennum lungnaberklanna hinum svonefndu tubercula, þ. e. örsmáum hnútum, sem myndast við áhrif berklasýkilsins á líkamann, og Frakk- inn Bayle (1774—1816) var fyrstur til þess að fullyrða, að hnútarnir væru ekki aðeins aðaleinkenni lungnaberkla, heldur hvers konar berklaveiki, í hvaða líffæri, sem hún kæmi fram. Þessar kenningar höfðu mikil áhrif og skýrðu fyrir mönnum eðli og gang veikinnar, tengdu lungnaberklana við berklaveiki annarra líffæra og færðu mönnum þau sannindi, að hér væri um sjúkdóm að ræða, sem gæti birzt í mörgum mismunandi myndum í ýmsum líffærum. Var sjúkdómurinn eftir þetta nefndur tuberculosis (af 130 Heilbrigt líf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.