Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 21
kvenna, mega ekki halda, að hér sé neitt sérstakt íslenzkt
fyrirbrigði á ferðinni. íslenzkum konum er væntanlega
ekki hættara við hrösun en erlendum konum. Aukalegar
ástæður gætu þó gert aðstöðuna varasamari hér en ytra,
og kemur þá m. a. tvennt til greina. I fyrra lagi geta út-
lendingarnir haft öl- og vínföng, og ýmislega gómsæta
og girnilega vöru á boðstólum, sem Islendingar eiga ekki
kost á, vegna þess að stjórn landsins gerir slíkt að bann-
vöru. En vitanlega er sótzt eftir nautnavöru, ekki sízt af
gjálífum unglingum, og því meir, sem ríkisstjórnin herðir
fastar á ófrelsinu. Vínhneigðum og breyskum stúlkum
er því vísuð leið í herbúðirnar.
1 öðru lagi kemur til greina háttsemi íslenzkra karl-
manna, sem keppa við útlenda liðið um kvenhyllina. íslend-
ingar eru yfirleitt ekki eðlis-kurteisir né viðmótsþýðir. f
flestum skólum og á mörgum heimilum, er kurteisisvenjum
lítið sinnt. Siðfágun hérlendra karlmanna er því yfirleitt
síður en skyldi, og lýsir sér m. a. í því, að kvenþjóðin í
heild sinni er varla nóg virt af þeirra hálfu. En þetta
hefnir sín, og gerir aðstöðu íslenzkra karlmanna erfiða
— að öðru jöfnu — gagnvart mönnum úr löndum, þar sem
konum er sýndur meiri sómi og lipurð í daglegri umgengni
en hér viðgengst.
Lögreglu Reykjavíkur mun kunnast um siðferðismálin,
og nýtur hún þar aðstoðar reyndrar hjúkrunarkonu. f sam-
ræmi við þá nefnda-sótt, sem íslendingar eru haldnir af,
var aukalega skipuð nefnd manna í þetta mál. Þegar
landsfeðrunum lízt sem eitthvað þurfi að gerast, er oft
gripið til þess að skipa í nefnd menn, sem einatt eru lítt
kunnir því máli, er fyrir liggur, og eru áhrifalitlir og
valdalausir um allar framkvæmdir á eftir. Er furða, hve
menn eru viðvikaléttir að taka slíkt að sér. Þeir, sem
tóku sæti í nefnd þssari hafa litlar þakkir hlotið fyrir
álitsgjörð sína, enda héldu sumir blaðamennirnir svo á
Heilbrigt líf
125