Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 95
farandi dæmi sýnir: Einn sjúklinga minna átti allerfitt
um gang vegna taugasjúkdóms. Eftir ósk konunnar
sjálfrar sendi ég hana til læknis, sem hafði um hönd
lækningaaðferðir Coués. í byrjun, þ. e. meðan sefjunin
hélzt, var sjúklingurinn nokkru betri. En eftir nokkrar vik-
ur sótti í sama horfið og áður. Öðru hvoru sést skýrt frá
því í blöðunum, að lamaður maður hafi skyndilega get-
að gengið, eða, að blindur maður hafi fengið sjónina
aftur, en í slíkum tilfellum er alltaf um sálræna truflun
að ræða. Ef blindan orsakast hins vegar af sjúkdómi
eða rýrnun í sjálfri sjóntauginni, þá getur hvorki sefjan
né önnur sálarlækning veitt neina bót. Sama er að segja
um lamanir, sem orsakast af skemmdum í taugakerfinu.
Svipuð þessari sjálfssefjan er hin svonefnda lækninga-
mögnun þar sem magnarinn þykist flytja hinum veika
kraft og heilbrigði frá sjálfum sér, með strokum, o. fl.
Á þessu byggðist hin fræga kenning Mesmers, um dýra-
segulmagnið, sem uppi var fyrir 150 árum. Hún er löngu
kveðin niður af vísindunum.
Við lækningatilraunir, sem mikið var talað um fyrir
nokkrum árum, og virtust reknar á vísindalegan hátt, var
það aðeins sjálfssefjunin, sem hafði þýðingu. Maður að
nafni Zeileis læknaði, í smáþorpi í Austurríki, alla sjúk-
dóma með eins konar rafmagnsstraumi eða rafmagnsöld-
um. Þrjátíu til fjörutíu sjúklingar voru til lækninga sam-
tímis. Zeileis hafði ógurlega aðsókn. I þessu litla þorpi
voru smátt og smátt byggð fjögur stór gistihús til að
taka við sjúklingum úr öllum áttum. Aðallæknislyf hans
voru riðstraumar, sem löngu eru þekktir af vísindunum
og eru tiltölulega skaðlausir, en áreiðanlega ekki hægt að
lækna með þeim alvarlega sjúkdóma. Nú er frægð Zeileis
horfin, fjallaþorpið er aftur jafn hljóðlátt og áður, og
gistihúsin standa tóm.
Önnur álíka „nýmóðins“ aðferð hefir einnig staðið mjög
Heilbrigt líf
199