Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 100
vandaðri bókagerð. Ritverk þetta er svo prýðilegt af höfundarins
hendi, að vel hefði Bókaútgáfa Menningarsjóðs mátt gefa það út á
vandaðri pappír. Prentvillur eru engar, sem máli skiptir. Aðeins
nokkrar stafvillur.
Praman við bókina er formáli höfundarins, eins og gerist og
gengur. Bókarformálar eru að jafnaði frekar þurrir kaflar með
greinargerð höfundarins um ýmis atriði, er varða útgáfuna. En
það ber við, að formálinn sé eins konar leiðbeining eða samkomulag
milli höfundar og lesenda. Jóhann Sæmundsson hefir í formála sin-
um, sem er prýðilega orðaður, dregið upp mynd af þvi, hve litið
menn yfirleitt vita og skilja um daglegar athafnir líkama síns:
„Menn hittast á förnum vegi. Þeir þekkjast, nema staðar og
heilsast. Þeir sjá hvor annan, tala, heyra og skilja hvor annan. Þeir
minnast, gleðjast og finna til. Þeir eru þreyttir og svangir, setjast
niður við þjóðveginn, taka upp nestið sitt og matast.
Allt er þetta einfalt og eðlilegt frá þeirra sjónarmiði. En þeir
vita ekki, hvernig allt þetta gerist. Þeir þekkja ekki sjálfa sig ..
Eg er ekki í vafa um, að þeir menn þekkja sjálfa sig betur, sem
kynna sér þessa prýðilegu bók, og lesa hana með athygli. Og vel
mætti kennslumálastjórnin taka til athugunar að nota hana sem
kennslubók við einhverja skóla landsins.
G. Claessen.
ARE WAERLAND: SANNLEIKURINN UM
HVÍTA SYKURINN. Björn L. Jónsson þýddi. Rit
Náttúrulækningafélags íslands I.
Það er ófögur mynd af hvítasykrinum og öllum hans verkum,
sem dregin er upp í þessum ritlingi.
Hvíti sykurinn er skæðasti heilsuspillirinn, úrkynjunarmeðal,
manndrápsmeðal, hefir hvarvetna sjúkdóma og dauða í för með sér
—■ Hinn dauðhvíti sykur (sbr. hvíti dauðinn, hvíti pentudúkurinn!
bls. 40).
Hann hagar sér nákvæmlega eins og „innbrotsþjófur", þegar hann
kemur inn í líkamann og stelur frá líffærunum lifrænum málmsölt-
um og fjörefnum (bls. 36). Og svo fellur sykurinn til botns í blóðinu,
því að blóðið er „á stöðugi'i hreyfingu, líkt og' lækur eða á, og leitast
við, á sama hátt og vatnið í ánni, að losa sig við og fella til botns,
hvar, sem vera skal í likamanum, efni þau, sem ónothæf eru og meira
204
Heilhrigt líf