Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 77
óhollustu í aðbúð og mataræði, sem það átti við að búa
ævina út. Því fór að vísu fjarri, að úrvalið yrði nokkurn
tíma svo hraust, að fullkomlega gæti það varizt öðrum
sjúkdómum, er svo margt hjálpaðist að til að breiða út
og veita þróunarskilyrði. En yfirleitt eru allar líkur til
þess, að, ef kynslóð, sem hefði staðizt eldraun gömlu ung-
barnameðferðarinnar og bráðu farsóttanna, eins og þær
gerðust fyrrum, hefði allt í einu fengið þau lífsskilyrði
við að búa, sem vér höfum nú, mundi hún hafa reynzt
ólíkt hraustari og gædd meiri viðnámsþrótti gegn kvillum
og sjúkdómum en sú kynslóð, sem alizt hefir upp á þessari
öld og minna haft af þessu úrvali að segja. Það hefir t. d.
verið mér og fleirum ærið umhugsunarefni, hvers vegna
berklaveikin fór ekki um landið sem logi yfir akur, þeg-
ar húsakynni, hreinlæti og mataræði var á því reki, að
ætla mætti, að hvort um sig og allt saman veitti hin á-
kjósanlegustu skilyrði til þess, en fór þá fyrst að breiðast
út að mun, er allt var tekið að færast í betra horf. Hefir
margs verið getið til um orsakirnar. Ég tel, að tæpast
geti leikið vafi á, að þær hafi fyrst og fremst verið ung-
barnadauðinn og farsóttirnar, þótt fleira hafi að líkindum
komið til greina meðfram. 1 grein, sem kom út í Eimreið-
inni 1937, hef ég sýnt, hve miklar líkur styrkja þá ætlun,
að ungbarnadauðinn hafi átt þar mestan hlut að máli,
vegna þess, að margir hafi smitazt þegar í fyrstu bernsku,
og þau börn flest eða öll dáið, en hin, sem eftir lifðu, flest
haft nægan viðnámsþrótt til að standast smitun. Skal ekki
fjölyrt meir um þetta hér, en vísað til áðurnefndrar rit-
gerðar. En auk ungbarnadauðans má telja víst, að hinar
tíðu og skæðu farsóttir hafi átt þátt í því að halda berkla-
veikinni í skefjum. Það er alkunnugt, að mislingar, inflú-
enza og yfirleitt þungar kvefsóttir eru sérstaklega skæð-
ar berklaveiku fólki. Má því ætla, er þessar sóttir gengu,
og það skæðari miklu en nú þekkist, að þær hafi hreinsað
Heilbrigt líf
181