Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 58
í íslandslýsingu Þorv. Thoroddsens og bók séra Jónasar
Jónassonar: „íslenzkir þjóðhættir“. Hér skal því einu við
bætt, að, þrátt fyrir það, að flestir sömu ókostirnir fylgdu
oft störfum unglinga sem fullorðinna og komu jafnvel
stundum enn harðar niður á þeim, sakna ég fyrir æsku-
lýðsins hönd sumra þeirra starfa, sem hann hafði þá á
hendi, bæði sakir þess, hve holl þau voru í sjálfu sér, og
jafnvel enn meir sakir þeirra uppeldislegu áhrifa, sem þau
höfðu. Hjásetur og smalamennska í heilnæmu fjallalofti,
hlaup og eltingaleikur við óþægar rollur og aðvífandi geldfé
og hestaleit um fjöll og firnindi, hafa sennilega reynzt
mörgum unglingnum holl áreynsla á hjarta, lunguogvöðva,
og ekki var minna vert um það, hve góður skóli þessi störf
voru unglingunum í trúmennsku og samvizkusemi, því að
undanbrögðum og sviksemi var ómögulegt að leyna. Þá
munu og átökin við árina, sem unglingarnir við sjóinn
vöndust snemma við og höfðu hitann úr, hafa gefið þeim
kraft í köggla, hraustleika og þol.
Fatnaður fyrr og nú.
Fatnaður verkafólks fyrrum var að ýmsu leyti óhent-
ugur, fötin einatt of þung og skýldu þó ekki nægilega
sumum hlutum líkamans í köldu veðri, og á það einkum
við um klæðnað kvenna. Nærföt voru líka oft svo þófin,
óþjál og hörð, meðfram af óþvotti, að unglingum a. m. k.
gekk illa að þola þau, vildi taka af og fleiðra (sbr. fróðlega
ritgerð eftir Ólöfu Sigurðardóttur skáldkonu frá Hlöðum
í Eimreiðinni 1906, bls. 96—111, um fatnaðinn sérstak-
lega bls. 100). Sokkabönd voru reyrð um leggina og munu
einatt hafa valdið tregðu á blóðrás þar fyrir neðan. Skort-
urinn á vatnsheldum verjufatnaði úti við var tilfinnan-
legur í sveitum. Sjómenn munu oftast hafa haft sæmileg
verjuföt. Sveitafólk var stundum í skinnsokkum á votengi,
en stundum vildu þeir leka og voru þá verri en ekki, og
162
Heilbrigt lif