Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 7
Af eggjahvítuefnum vantar brauðið lysin, sem er nauð-
synlegt til vaxtar, en í þess stað er mikið af glutamin-
sýru, sem notast sennilega að mestu leyti sem orkugjafi.
Af fjörefnum er aðallega B-fjörvi í brauðkorninu og
ennfremur eitthvað af E-fjörvi. Aftur á móti vantar í
brauðið A-, C- og D-fjörvi, sem verður að fást annars
staðar að. I mjólk er bæði A- og C-fjörvi, og auk þess
lysin, svo að mjólkin bætir mjög vel úr því, sem brauð-
inu er áfátt. Brauð, mjólk og lýsi (vegna D-fjörvisins)
gæti því nægt til sæmilegs manneldis.
Af málmsöltum eru það helzt kalk og járn, sem hætt
er við, að við fáum af skornum skammti. Er svo lítið af
báðum þessum málmum í brauðinu, að hætt er við skorti
á þeim, ef við getum ekki fengið þá í öðrum mat, a. m.
k. eins og brauðgerð er háttað nú.
Það, sem brauðið vantar til að geta fullnægt allri nær-
ingarþörf mannsins, fæst með því að neyta ýmissar ann-
arrar fæðu, og er mjólkin sérstaklega vel fallin til þess
að bæta upp það, sem brauðinu er áfátt. Járnið, sem
vantar í mjólkina, fæst með því að neyta kjöts eða slát-
urs, og þarf ekki nema tiltölulega lítið af því.
Við sjáum af þessu, að það er auðvelt að bæta úr því,
sem brauðið vantar, og með vanalegri tilbreytilegri fæðu
er fyrir þessu séð.
Kornið og meðferð þess.
Hveitikornið er notað sem brauðkorn margfalt meira
en rúgkorn um allan heim. Hveitiframleiðslan hefir
aukizt stórlega í heiminum, einkum eftir að Kanada
fór að framleiða það í stórum stíl. Og um leið hafa að-
ferðirnar við mjölframleiðsluna breytzt allverulega. Til
að skilja það, sem gerist, þegar kornið er malað, er best
að athuga byggingu kornsins (sjá mynd).
Líffræðilega séð, er kornið frjóvgað egg, samsett af
Heilbrigt líf 111