Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 13
algengur, og helztu næringarfræðingar, sem nú eru uppi,
telja, að einna hættast sé við, að þennan þátt vanti í fæð-
una, einmitt vegna þess, hvernig farið er með brauðkorn-
ið. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið á B-fjörvi-
búskap manna, hafa staðfest þá skoðun, að fjöldi fólks
fái minna en það þyrfti af B-fjörvi til þess að halda fullri
heilsu. En mjög er það mismunandi eftir matarhæfi þjóða
og einstaklinga, hve mikið B-fjörvi er í fæðunni. Hjá
sumum þjóðum hefir það ekki reynzt nema 80 alþj.ein. á
dag að meðaltali, hjá öðrum allt að 600 ein. Hjá þeim,
sem minnst fá, ber mest á beriberi og öðrum einkennum
B-fjörviskorts.
í Englandi hafa allvíðtækar rannsóknir verið gerðar
á þessu efni. Sir John Orr safnaði skýrslum um þetta og
sýndi fram á, að um 50% af brezku þjóðinni fá innan við
400 einingar á mann á dag. Seinni skýrslur sýna, að með-
altalið á mann í Bretlandi muni vera um 300 ein. á dag,
og lætur það nærri þeirri þörf, sem hin tekniska nefnd
Þjóðabandalagsins áætlaði að mundi vera dagleg þörf
karlmanns. Hins vegar eru menn nú farnir að hallast að
því, að þessi skammtur sé of lítill, og nær sanni að gera
ráð fyrir 400—500 alþjóðaeiningum á dag.
Það er allalgengur misskilningur, að þar sem mikils sé
neytt af kjöti, sé engin hætta á B-fjörviskorti. Sannleik-
urinn er sá, að ekki er meira af B-fjörvi í kjöti en svo, að
mjög mikils þarf að neyta af því til þess að fá þörfinni
fullnægt, þar sem aðeins eru ca. 140 einingar pr. kg. af
kjöti. Maðurinn þyrfti því að neyta ca. 4 kg. af kjöti á
dag til þéss að fá B-þörf sinni fullnægt. Lifrin er næst-
um fimm sinnum auðugri en kjötið, og eggjarauðan gerir
betur en jafngilda lifrinni að þessu leyti (sjá töflu III),
en því miður er hvorugt dagleg fæða hér á landi. I mjólk
er frekar lítið af Bx, sömuleiðis í fiski, svo að með því
matarhæfi, sem hér er algengast, verður að telja líklegt,
Heilbrigti líf
117