Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 118
voru annað hvort með öllu bannaðar af lögreglustjóra eða urðu að
vera nieð því sniði, að útilokað var, að nokkuð gæti hafzt upp úr
þeim. Hins vegar hafðist meira upp úr merkjasölu en áður, eða
kr. 745,72. Tekjur voru alls kr. 4485,74, en gjöldin kr. 3847,93.
Tekjuafgangur samkvæmt rekstursreikningi kr. 637,81. Skuldlaus
eign samkv. efnahagsreikningi kr. 6329,13.
Tala félagsmanna var á árinu 100 og hafði fækkað um 3 frá
fvri'a ári.
Stjórn skipuðu á árinu: Guðmundur Karl Pétursson, spítala-
læknir, formaður, Snorri Sigfússon, skólastjóri, varaformaður, Jó-
hann Þorkelsson, héraðslæknir, ritari, Stefán Arnason, fram-
kvæmdastjói'i, gjaldkeri, Rannveig Bjarnardóttir, veitingakona, og
Guðmundur Pétursson, útgerðarmaður.
11. R. K.-deiId SautSárkróks.
Frá Torfa, Bjurnasyni, form., og Jóni Þ. Björnssyni, ritara.
Deildin var stofnuð þ. 11./6. ’40 með 53 meðlimum, er flestir voru
mættir á stofnfundi. Voru þá samþykkt lög fyrir deildina og kosin
stjórn og endurskoðendur. Kosningu í stjórn hlutu: Stefanía Arn-
órsdóttir, frú, María Magnúsdóttir, ljósmóðir, Helgi Konráðsson,
sóknarprestur, Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, Ole Bang, lyfsali,
Haraldur Júlíusson, kaupmaður, og Torfi Bjarnason, héraðslæknir.
Endurskoðendur voru kosnir: Steindór Jónsson og Eysteinn Bjarna-
son. Stjórnin skipti þannig með sér störfum, að Torfi Bjarnason
var kosinn formaður, séra Helg'i IConráðsson varaformaður, Jón Þ.
Björnsson ritari og Ole Bang gjaldkeri.
Stjórnin tilkynnti strax stofnun deildarinnar til R. K. í. og sótti
um viðurkenningu hans. Var deildin viðurkennd sem deild úr
R. K. í. þ. 13./9. Samkvæmt beiðni stjórnarinnai' sendi R. K. í.
deildinni 100 eintök af lögum deildarinnar prentuðum, til útbýt-
ingar meðal félagsmanna. Fyrir jólin sendi R. K. í. deildinni 2000
heillaóskamerki, er hún skyldi selja til ágóða fyrir starfsemi sína.
Lét stjórnin fara um bæinn og selja þau, auk þess sem þau voru til
sölu á nokkrum stöðum í bænum. Voru þessi merki seld á 10 aura
stykkið og seldust af þeim 976 st. Nettótekjur deildarinnar námu
á árinu kr. 227,00 (meðlimagjöld og ágóði af merkjasölu). Eign í
árslok er sama upphæð. Stjórnin hélt á árinu 2 bókfærða fundi.
222
Heilbrigt líf