Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 24
get engan veginn verið á sama máli og þeir, sem fullyrða,
að skemmdar tennur séu sjaldgæfar á Islandi. Tannpína
er þvert á móti mjög tíð hér, og eru skemmdar tennur
oft valdar að henni“. Sannast því hér orð Hannesar
biskups, sem hr. S. J. skírskotar til: „Er þat annmarki
manna á öllum öldum at halda, at allt hafi betr og lucku-
legar til gengit í fyrndinni en á þeirra dögum“.
Nautaberklar og Berklayfirlæknir Sig. Sigurðsson segir frá
manna. þvj j grein sinni um berklasmitun, að
berklasýklar séu ferns konar sem sé
manna- nauta- fugla- og fiskberklar. Berklayfirlæknirinn
færir þær góðu fregnir, að nautaberklar muni sennilega
engir vera hér á landi, og hafi ekki fundizt, þrátt fyrir
ýtarlegar rannsóknir þar að lútandi á undanförnum ár-
um. Erlendis eru nautaberklar algengir. Þegar þeir berast
í menn, valda þeir eitla-, beina- og liðamótaberklum.
Mörgum mun þykja það merkileg frétt, sem berklayfir-
læknirinn segir í ritgerð sinni, að nautgripir geti fengið
mannaberkla — sýkzt af berklaveikum fjósamanni eða
mjaltakonu. Yfirlæknirinn leggur til, að þeim gripum
verði lógað.
Þungur dómur. Dr. Júlíus Sigurjónsson, kennari í heilsu-
fræði við Háskóla íslands, birtir í þessu
hefti ritdóm um bókina „Sannleikurinn um hvíta sykur-
inn“, sem gefin var út nýlega af Náttúrulækningafélagi
Islands, og er fyrsta bókin í væntanlegum rita-ílokki fé-
lagsins. Valið á þessu riti hefir því miður tekizt óheppi-
lega, svo að Dr. J. S. kemst ekki hjá því að fella mjög
þungan dóm á það. Formaður Náttúrulækningafélagsins
hlýtur að bera ábyrgð á þeim ritum, sem út eru gefin í
nafni þess, og verður vonandi betur á verði við val næstu
bókar. Annars er hætt við, að þessi bókaútgáfa verði
.áhrifalítil. Sept. 194-1.
128
Heilbrigt líf