Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 34
lungum), og veldur þannig sýklum í uppgangi. Hin-
ir lokuðu berklar eru þá orðnir opnir, og sjúklingurinn
smitar út frá sér, enda því fremur, sem treyst er á, að
hann hafi lokaða berklaveiki, og sé hættulaus. Er þá síð-
ur gætt nauðsynlegrar varúðar. Til þess að kveða nánar
á um, hvort sjúklingur sé með lokaða berklaveiki, verður
læknir að rannsaka sjúklinginn oft og nákvæmlega, og
hann því að vera undir stöðugu eftirliti læknisins. En á
síðari árum hefir mikið unnizt á með nákvæmari rann-
sóknaraðferðum.
Smitun á sér stað með ýmsu móti. Skal hér drepið á
þá þrjá sýkingarháttu, sem algengastir eru:
I. SýJcillinn berst með anclrúmsloftinu niður í lungun
(aerogen infection). Þetta gerist með tvennu móti:
a) Dropa- eða úðasmitun — menn anda að sér örsmáum
dropum eða úða, sem í eru berklasýklar.
b) Ryksmitun — menn anda að sér ryki, sem flytur með
sér uppþornaða berklasýkla.
Drojm- eða úðasmitunin er algengari en ryksmitun. Við
mál manna, söng, hnerra og hósta, þeytast út um munn
og nef ofursmáar og fíngerðar slímörður, sem geta svifið
lengi í loftinu. Úði þessi getur borið með sér berklasýkla.
Andi einhver honum að sér, komast sýklarnir upp í munn
eða nef og berast þaðan út um líkamann á ýmsan hátt.
Sýklaúðinn getur borizt allt að 1)4 metra frá þeim, er tal-
ar eða hóstar. Stærstu úðadroparnir falla fljótt til jarðar
og þorna þar, en sýklarnir þyrlast síðan upp með ryki.
Smærri dropar geta svifið lengi í andrúmsloftinu og
mengað það að meiru eða minna leyti. Leikur enginn
vafi á því, að þessi smitunarháttur er langalgengastur.
Menn geta getið sér til, hve smitunarhættan er mikil í
svefnherbergjum, borðstofum, skólastofum, skipaklefum
138
Heilbrigt líf