Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 69
á byggt um þetta. Ég hefi þær ekki við hendina og skal því
aðeins geta þess, að skýrslur úr Svarfdælahéraði 1916—
1925 (Læknablaðið 1923, bls. 213, og Heilbrigðisskýrslur
1921—1925, bls. LXVIII) sýna enga teljandi fjölgun skóla-
barna með tannskemmdir á þessu 10 ára tímabili, þegar
fyrsta árinu (1916) sleppir, en að nokkru færri fundust
það ár, getur vel verið að hafi stafað af æfingarskorti mín-
um. Samt veit ég, að þeim sjúklingum hefir stöðugt fjölg-
að, sem leita lækna vegna tannsjúkdóma, en enginn veit
neitt um það, hvort þeim hefir fjölgað hlutfallslega meir
en þeim, er leita lækna vegna annarra sjúkdóma. Um or-
sakir tannskemmda erum vér læknar sorglega fáfróðir.
Ég held, að ein hin helzta sé of lítil áreynsla á tennurnar,
einkum í bernsku og æsku. Önnur helcl ég, að sé of heitur
matur og drykkur, einkanlega heitir drykkir og sárkaldir
á víxl. Viðbúið er, að sætinda- og kökuát barna valdi
nokkru, ekki af því að sætindin séu skaðleg fyrir tennurn-
ar í sjálfu sér, heldur af því, að of milcil nautn þeirra eigi
sér stað. En hún er skaðleg, eins og öll ofnautn, jafnt fyrir
tennurnar sem líkamann allan, því að hún veldur einatt
lystarleysi á öðrum mat, svo að börnin fást ekki til að
borða nóg af fæðu, sem hefir fjörefni og steinefni að
geyma. Ýmsar fleiri orsakir tannskemmda geta vafalaust
komið til greina.
Meltingarsjúkdómar fyrr og nú.
Þá koma meltingarkvillarnir. Það hafa oft heyrzt og
sézt fullyrðingar um það frá þeim mönnum, er „halda, að
allt hafi betur og lukkulegar til gengið í fyrndinni en á
þeirra dögum“, eins og Hannes biskup komst að orði, að
þeim hafi fjölgað stórkostlega í seinni tíð, en aldrei hafa
nýtileg rök verið færð fyrir því. Þótt einhver læknir teldi
sína læknisreynslu sanna þetta, eins og heyrzt hefir, þá er
ekkert mark á því takandi. Mín læknisreynsla fer í þver-
Heilbrigt líf
173