Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 51
Sigurjón Jónsson,
fyrrv. héraðslæknir:
UFSKJÖR OG HEILSUFAR
(Erindi flutt í Ríkisútvarpið 28. júlí og 1. ágúst 1941)
Erindum þessum er ætlað að fjalla um breytingar, sem
orðnar eru á heilsufari íslendinga frá því, sem áður var,
og að sýna, eftir því sem tök eru á, að hverju leyti og
hvernig þær breytingar hafa verið háðar eða stafað af
breytingum, er á sama tímabili hafa orðið á kjörum og
lifnaðarháttum þjóðarinnar í flestum greinum. Efnið er
svo yfirgripsmikið, að því verða ekki gerð full skil í stuttu
máli, og um sumt getur orkað tvímælis, svo að varúð verð-
ur að hafa við fullyrðingar. En ég vona samt, að það, sem
mér vinnst tími til að segja, nægi til þess að sýna skyn-
sömu fólki, að sú kenning, að heilsufari þjóðarinnar fari
síhrakandi, og það sé aftur að kenna hríðversnandi óholl-
ustu mataræðisins, á sér enga stoð í reynslunni og er ekk-
ert annað en hugarburður. Má réttilega heimfæra til
þeirra, er slíkar kenningar flytja, þessi orð úr hinu merki-
lega riti Hannesar biskups Finnssonar, „Um mannfækk-
un af hallærum“: „Er þat annmarki manna á öllum öldum,
at halda at allt hafi betr og luckulegar til gengit í fyrnd-
inni enn á þeirra dögum“ (Rit Lærdómslistafélagsins, XIV,
bls. 210).
Það er hið svonefnda Náttúrulækningafélag, eða öllu
heldur forsprakkar þess, sem boða þá kenningu, að ís-
lenzka þjóðin sé „alltaf að tapa“ heilsunni. 1 deilu, sem ég
átti við einn þeirra í „Morgunblaðinu“ á öndverðum síð-
Heilbrigt líf — 10
155