Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 55
sé margt í þessum efnum miður fallið en skyldi til þess
að vernda heilsuna og í sumum atriðum jafnvel afturför
frá því, sem áður var, þá sé þó, er á allt er litið, um mikla
framför að ræða í þessum efnum, enda gera margir mikið
til að bæta úr því, sem færzt hefir í verra horf, t. d. inni-
vist og kyrrsetum við vinnu, með því að nota hverja tóm-
stund til útivistar og göngufara eða íþróttaiðkana. — Enn
verður að athuga tíðni ungbarnadauða og farsótta og
bein og óbein áhrif þeirra á heilsufar og hreysti fólks nú
og fyrr. Loks er ótalin sú breytingin, sem ekki ber minnst
á, hinn stórfelldi flutningur þjóðarinnar úr sveitum í bæi
á þessari öld og breytingar þær á vinnubrögðum og lifn-
aðarháttum, sem af honum stafa. Skal þetta síðasta atriði
tekið fyrst til athugunar, enda má ætla, að það hafi flest-
um eða öllum breytingum fremur orkað á heilsufarið til
hins verra, og það svo mjög, að ef ekki hefðu orðið á sama
tíma svo miklar framfarir, sem raun ber vitni, í öðrum at-
riðum, er orka á heilsufarið, mundi sennilega vera meiri
sannleikur en er fólginn í einkunnarorðunum: „heimur
versnandi fer“, sem loftungur liðins tíma hafa valið sér,
þegar þeir eru að lýsa heilsufarinu.
Flóttinn úr sveitunum.
Eins og öllum er kunnugt, sem ekki eru alls ófróðir
um stefnur og strauma í lífi þjóðanna, er flóttinn úr sveit-
um í bæi alþjóðlegt fyrirbrigði, og hefir hvarvetna verið
talið viðsjárvert og valdið miklum áhyggjum. Það hefir
nefnilega komið í Ijós, að fólkinu hættir til að úrkynjast
í bæjum fremur en í sveitum, bæði að líkamlegri heilbrigði
og einkanlega andlegri. Að vísu ber ekki svo mjög á þessu
hjá fyrstu kynslóðinni sem hjá þeim síðari, sem fæddar
eru og alast upp í bæjunum, og enn er ekki svo langt síð-
an flóttinn úr sveitunum hófst fyrir alvöru hér á landi,
að þess sé að vænta, að áhrif hans séu að fullu komin í
Heilbrigt líf
159