Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 17
Hvað eigum við að gera hér á landi?
Eins og áður er tekið fram, þá ætti minnsta krafa
okkar að vera sú, að brauðin yrðu ekki lakari
heldur en þau yrðu, ef notað væri heilhveiti. En ég held,
að við ættum að gera heldur betur og baka brauðin
þannig, að þau verði hollari heldur en þótt þau hefðu
verið bökuð úr heilhveiti. Við megum vel minnast þess,
að næringarforði hveitikornsins er ætlaður ungri plöntu
en ekki manninum. Plantan þarf ekki fyrir neinum beina-
vexti að sjá eins og maðurinn, enda er hlutfallið milli
kalks og fosfórs allt annað í hveiti heldur en æskilegt er
fyrir dýralíkamann. I heilhveitibrauði er hlutfallið milli
kalks og fosfórs eins og 1 : 6*4, en fyrir dýralíkamann
er bezt að fá kalk og fosfór í hlutfallinu 1—2 : 1. Til
manneldis er því æskilegt, að bætt sé kalki í hveitið, og
myndi hæfilegt að láta 250 gr. af kolsúru kalki (CaC03)
út í 150 kg. hveiti (eða 225 gr. út í sekk sem er 280 lbs.).
Þessi viðbót hefði engin áhrif á bragð brauðsins.
Ennfremur væri full ástæða til að setja lítið eitt af
járni saman við hveitið, því að blóðleysi það, sem hér er
svo algengt, einkum í konum, stafar mestmegnis af járn-
skorti. Deila má um, hve mikið járn ætti að láta út í
hveitið. En óhætt væri að hafa það í ríflegra lagi, því að
skaðlaust og vandalítið er að nota þar eitthvert járnsam-
band, sem er bragðlaust og hefir engin áhrif á bökunar-
hæfni brauðsins.
Þá er eftir að vita, hvernig fara á með B-fjörvið. Æski-
legt væri vafalaust að nota heilmalað hveitimjöl, sem gæti
haldizt nægilega óskemmt, og þyrfti sá möguleiki að at-
hugast gaumgæfilega.
Annar möguleiki er að bæta B -fjörvi út í hveitið, eins
og Bretar gera. Með því hyggjast þeir bæta 100 ein. við
dagskammt hvers manns. En B-fjörvið er svo margþætt,
að við fáum ekki allt það verðmætasta út úr hveitinu með
Heilbrigt líf
121