Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 64
víst um suma, t. d. sullaveiki, kláða, lús og ýmsa aðra
næma sjúkdóma.
Mataræði.
Þá er mataræðið. Það telja aðdáendur liðna tímans að
sé það eina, sem saka beri um þá miklu afturför, sem orð-
ið hafi í heilsufari nútíðarmanna frá því, sem áður var.
Hvort sú afturför er annað en hugarburður þeirra, er
annað mál, og er víða að því vikið í þessu erindi. I þess-
um þætti þess verður athugað, hvort líklegt sé, að breyt-
ingar á mataræðinu hafi valdið breytingum á heilsufar-
inu til hins betra eða verra. Til þess þarf fyrst og fremst
að kynna sér, hverjar þessar breytingar hafa verið. Lof-
tungur liðins tíma einblína á þá breytingu, að sykurneyzla
og hveitis, hefir farið stórkostlega í vöxt síðustu 100 árin
og einkum síðan um aldamót. Þó að því væri samsinnt,
að sykur- og hveitineyzla þjóðarinnar væri orðin um of,
þá dugir ekki að einblína á það eitt, því að vel getur kom-
ið í ljós, ef málið er athugað, að önnur atriði í mataræð-
inu hafi breytzt svo til batnaðar, að það geti vegið á móti
þeim heilsuspilli, sem af ofnautn hveitis og sykurs kynni
að stafa, og jafnvel meira til. Og ég skil ekki annað en að
hver sá, sem reynir að kynna sér mataræði almennings
fyrrum og nú og dæma hlutlaust um það, hljóti að kom-
ast að þeirri niðurstöðu, að allar líkur mæli með því, að
svo hafi verið.
Það er þá fyrst, að svo má að orði kveða, að allur al-
menningur hér á landi byggi við sult og seyru í margar
aldir, og það svo mjög, að það mátti heita algengt, að
fólk hryndi niður úr hor. Fór ekki að rofa til í þeim efn-
um fyrr en á síðustu öld, og þó ekki meira en það, að enn
var víða sultur með köflum á næst-síðasta áratug aldar-
innar. Og þó að stundum væri nóg til að bíta og brenna,
þá var fæðið þráfaldlega svo einhæft og fábreytt og svo
168
Heilbrigt líf