Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 91
ir löngu varS smali, að nafni Ast, víðkunnur. Hann bjó í
litlu þorpi í Norðvestur-Þýzkalandi. Hinir sjúku þurftu
alls ekki að koma til hans, heldur aðeins að senda honum
hárlokk af sér. Af hárlokknum þekkti hann sérhvern
sjúkdóm og lét úti meðul, sem hann hafði búið til sjálfur.
Þessu trúðu þúsundir manna þangað til háðfugl nokkur
sendi honum skúf úr kýrhala, og af hárunum þóttist hann
bera kennsl á mjög hættulegan sjúkdóm, er sendandinn
gengi með.
Önnur aðferð til að þekkja sjúkdóma, sem enn í dag er
mikið notuð, er hin svonefnda augngreining. Skal nú far-
ið um hana nokkrum orðum. — Þér vitið, hve oft er erfitt
að þekkja sjúkdóma. Frá aldaöðli hafa læknar gert sér
far um að fullkomna sífellt rannsóknaraðferðir sínar.
Röntgenrannsóknir, efnafræði- og bakteríurannsóknir
hafa verið endurbættar ótrúlega mikið. En maður, sem
greinir sjúkdóma í augum fólks, er ekkert upp á þetta
kominn. Hann þarf aðeins að sjá lithimnu augans og veit
þá jafnskjótt um alla eldri og yngri sjúkdóma sjúklings-
ins. I hægra auga sér hann sjúkdóma hægra líkamshelm-
ings og í því vinstra hins helmingsins. Þó að það væri
eiginlega óþarft, voru þessar fullyrðingar rannsakaðar af
augnlæknum, en þeir fundu auðvitað ekkert, sem styddi
þetta. Þekktur skottulæknir af þessu tagi var látinn rann-
saka tuttugu sjúklinga fyrir rétti og voru nítján sjúk-
dómsgreiningar hans rangar. En, þrátt fyrir það, þrífast
augn-skottulæknarnir enn þann dag í dag.
Eitt mjög alvarlegt dæmi um nýtízku skottulækningar
er sagan um Weisenberg. Maður með þessu nafni, sem
áður hafði verið múrari, stofnaði nokkurs konar trúar-
bragðahreyfingu, og töldust að lokum til hennar yfir 200
þúsund meðlimir. Hann gaf út sérstakt blað, sem hét „Das
weise Berg“. Hann stofnaði nýlendu eða þorp, með mat-
söluhúsum og stórum fundarsölum. Hinir trúuðu álitu
Heilbrigt líf
195