Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 108
bréflegri ósk ríkisstjórnarinnar, þegar R. K. í. var viðurkenndur,
—• og það án þess að hafa annað fastlaunað starfslið en hjúkrunar-
konu félagsins á þeim tíma, sem hún var í bænum, og eina af-
greiðslustúlku í aukastarfi.
í köflum hafa hlaðizt mjög mikil störf á R. K. í. — miklu meiri
en stjórnarmenn fengu unnið, — og skal þess þakksamlega minnzt
hér, að R. K. I. hefir alltaf orðið gott til sérstaklega nýtra sjálf-
boðaliða, þegar mikið lá við, og hann hefir á þessu ári orðið mikilla
og vaxandi vinsælda aðnjótandi.
III. Starfsemín á árinu.
1. Ný starfsvið: Hlutverk R. K. I. á ófriSartímum.
a) Bráðabirgðasjúkrahús.
Siðla kvölds þann 11. maí hringdi lögreglustjói'i til stjórnar
R. K. I. og óskaði í umboði forsætisráðherra að fá fulltrúa frá
R. K. I. til þess, ásamt fulltrúum frá ríki og bæ og Bandalagi ísl.
skáta, að vera sér til aðstoðar til þess að gera ráðstafanir til varn-
ar og hjálpar, ef loftárásir yi'ðu gerðar á Reykjavík, eða til ann-
arra hernaðaraðgerða kæmi. Símtalsfundur fól formanni þetta.
Fyrsti fundur nefndarinnar, er nefnist loftvarnanefnd, var hald-
inn strax næsta dag (hvítasunnudag). Sá fundur fól R. K. I. að sjá
að öllu leyti, og sem skjótast, fyrir allri læknishjálp og sjúkrahúss-
plássi, ef til hernaðaraðgei'ða kæmi. Daginn eftir, 2. hvítasunnu-
dag, var búið að semja um að fá allan Stúdentagarðinn fyrir spítala
og taka frá í búðum bedda, teppi og rúmfatnað, og semja um flutn-
ing á þessu í Stúdentag'arðinn, hvenær sem væri, svo að þar mætti
koma fyrir rúmlega 120 sjúklingum, með því m. a. að setja auka-
rúm í hvert stúdentsherbergi. Einnig voru ráðnir næg'ilega margir
læknar þangað án þess að taka um of frá öðrum spítölum. Séð
hafði ennfremur verið fyrir stórri aðgerðastöð í loftvarnabyi'gi
Garðsins (fimleikasalnum) fyrir fyrstu aðgerðir á sjúklingum, er
kynnu að særast í nánasta umhverfi Gai'ðsins, auk minni háttar að-
gerða á þeim, sem sjálfir leituðu þangað. Alla mikið særða sjúkl-
inga átti að flytja strax á önnur sjúkrahús bæjarins, en flytja
þaðan lítið veika sjúklinga í Stúdentagarðinn. Þessi nýmæli voru
skýrð og rædd á aukafundi L. R., sem haldinn var skv. ósk R. K. í.
þ. 15. maí i Stúdentagarðinum. Þar hélt Dr. Karl Kroner fyrir-
lestur fyrir læknana um læknisstörf í ófriði, einkum fyrstu hjálp
í víglínu og eftir loftárásir. Þessi ráðstöfun R. K. í. um bráða-
birgðaspítala stóð sem öryggisráðstöfun óbreytt frá 13. maí til
212
Heilbrigt líf