Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 9
móti ekkert B-fjörvi. Þegar kornið er malað, er yzta lagið
tekið utan af því, og síðan er mjölið síað, þannig að að-
eins það hveiti er notað, sem fer í gegnum þéttustu síuna.
Ennfremur er hveitið gert hvítara með ýmsu móti, og eru
ýmist notuð til þess sérstök efnasambönd, eða rafmögn-
uðu lofti er blásið gegnum það, og hefir mikil áherzla
verið lögð á að fá hveitið sem fínast og hvítast. Allir gróf-
ari partar af korninu verða eftir, og eru mestmegnis seldir
sem fóðurbætir. Er það einkanlega óheppilegt vegna þess,
að í þeim hluta kornsins verður allt B-fjörvið eftir. Hinn
litli frjóangi er nefnilega sérstaklega seigur og malast því
illa, og þess vegna er hveitiframleiðendunum umhugað að
losna við þann hluta af hveitinu. Ekki þó aðeins vegna
þess, hve illa frjóið malast, heldur einkum og sér í lagi
vegna hins, að í frjóinu er fituefni, sem hættir til að
þrána, og spillir það þá bragði hveitisins. Hveitið geym-
ist miklu verr, ef frjóið er allt saman við, en einnig eru í
frjóinu efnakljúfar (enzym), sem geta klofið kolvetnin í
mjölinu og eyðilagt það þannig. Hér ber því mikið á milli
hagsmuna framleiðandans, sem vill hafa mjölið sem hvít-
ast og fínast og haldbezt, og hagsmuna neytandans, sem
þarf að fá mjölið sem næst því að vera heilhveitimjöl. All-
mikið hefir verið um það deilt, hvort efnasambönd þau,
sem notuð eru til að bleikja hveitið, væru heilsuspillandi
eða ekki. Ýmsir hafa haldið því fram, að heilsutjón geti
stafað af þessum efnum (benzoylperoxyd o. s. frv.), en
ekki hafa verið færðar neinar sönnur á, að svo væri.
En það er ekki aðeins B-fjörvið, sem tapast við þessa
meðferð á korninu. Málmsöltunum er líka fleygt í skepn-
urnar, því að þau eru einnig aðallega í frjói og innra
hýðislaginu. Til samanburðar skal hér tilfært, hvað er af
kalki, járni og fosfór í heilmöluðu og síuðu mjöli:
Heilbrigt líf
113