Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 9

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 9
móti ekkert B-fjörvi. Þegar kornið er malað, er yzta lagið tekið utan af því, og síðan er mjölið síað, þannig að að- eins það hveiti er notað, sem fer í gegnum þéttustu síuna. Ennfremur er hveitið gert hvítara með ýmsu móti, og eru ýmist notuð til þess sérstök efnasambönd, eða rafmögn- uðu lofti er blásið gegnum það, og hefir mikil áherzla verið lögð á að fá hveitið sem fínast og hvítast. Allir gróf- ari partar af korninu verða eftir, og eru mestmegnis seldir sem fóðurbætir. Er það einkanlega óheppilegt vegna þess, að í þeim hluta kornsins verður allt B-fjörvið eftir. Hinn litli frjóangi er nefnilega sérstaklega seigur og malast því illa, og þess vegna er hveitiframleiðendunum umhugað að losna við þann hluta af hveitinu. Ekki þó aðeins vegna þess, hve illa frjóið malast, heldur einkum og sér í lagi vegna hins, að í frjóinu er fituefni, sem hættir til að þrána, og spillir það þá bragði hveitisins. Hveitið geym- ist miklu verr, ef frjóið er allt saman við, en einnig eru í frjóinu efnakljúfar (enzym), sem geta klofið kolvetnin í mjölinu og eyðilagt það þannig. Hér ber því mikið á milli hagsmuna framleiðandans, sem vill hafa mjölið sem hvít- ast og fínast og haldbezt, og hagsmuna neytandans, sem þarf að fá mjölið sem næst því að vera heilhveitimjöl. All- mikið hefir verið um það deilt, hvort efnasambönd þau, sem notuð eru til að bleikja hveitið, væru heilsuspillandi eða ekki. Ýmsir hafa haldið því fram, að heilsutjón geti stafað af þessum efnum (benzoylperoxyd o. s. frv.), en ekki hafa verið færðar neinar sönnur á, að svo væri. En það er ekki aðeins B-fjörvið, sem tapast við þessa meðferð á korninu. Málmsöltunum er líka fleygt í skepn- urnar, því að þau eru einnig aðallega í frjói og innra hýðislaginu. Til samanburðar skal hér tilfært, hvað er af kalki, járni og fosfór í heilmöluðu og síuðu mjöli: Heilbrigt líf 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.