Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 41
En hún heyrir strax hið minnsta uml í veiku barni sínu.
Hún er í rauninni vakandi gagnvart því, þótt hún sofi.
f svefninum er meiri kyrrð á lífsstörfunum en í vöku.
Annríki dagsins slítur líkamanum. Frumurnar þarfnast
hvíldar eftir vel unnið starf, og í svefninum er byggt upp.
Þá fer fram vöxtur og viðhald. Nægur svefn er því öllum
nauðsynlegur, eigi sízt börnum og unglingum á vaxtar-
skeiði.
Svefnþörf fullorðins fólks er allbreytileg, en rétt mun
vera að gera ráð fyrir, að hún sé að meðaltali 7—8 stundir
á sólarhring. Svefnþörf barna er allmiklu meiri. Talið er,
að börn á aldrinum 4—8 ára þarfnist að minnsta kosti 12
stunda svefns, 8—12 ára 11 stunda svefns, 12—14 ára 10
stunda svefns, en unglingar frá 14—20 ára 9 stunda
svefns á sólarhring.
Rannsóknir hafa verið gerðar á því, hver áhrif svefn-
leysi hefði á líkamsstörfin og sálarlífið; t. d. eru kunnar
rannsóknir Kleitmans í Chicago og félaga hans. Þeir
lögðu á sig svefnleysi í 40—115 klukkustundir. Það kom í
ljós, að auðvelt reyndist að vaka, væru þeir sístarfandi,
en þeir sofnuðu strax, ef þeir lögðust fyrir og slökuðu á
vöðvunum. Framkvæmd var rannsókn á blóði þeirra og
þvagi og sýndi hún eðlilegt ástand. Hjartastarfsemin,
öndunin, efnaskipti líkamans, blóðþrýstingur, líkamshiti,
matarlyst og melting virtist einnig allt eðlilegt. Þeim leið
vel að öðru leyti en því, að þeir voru syfjaðir. Það er
mjög mikilvægt atriði til að ryðja svefninum braut að
slaka á öllum vöðvum, liggja máttlaus og hreyfa sig ekki.
Sé það ekki gert, berast taugaboð til heilans um hreyf-
ingarnar og vöðvastarfsemina, en slík boð valda þar
ónæði og bægja svefninum frá.
Margur hefir áhyggjur af svefnleysi og fjöldi fólks er
hræddur um, að geðveiki hljótist af, ef svefnleysi gerir
vart við sig til muna. En óhætt er að fullyrða, að slíkur
Heilbrigt líf
145