Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 31
80° á 5 mínútum. Suða drepur þá á 1—2 mínútum, þó
þarf 5 mín. suðu ef öruggt á að vera. I mjólk er álitið,
að sýklarnir drepist á 20 mín. við 60° hita á C. og á 5
mín. við 70°.
Sótthreinsunarlyf verka mismunandi á sýklana. 5%
karbólsýra, sem er sterkt eitur, drepur sýklana á 24
klst., 10% lysol á 12 klst., 5% sublimat verður að verka
á þá í 6 klst. til þess að þeir drepist. Bezt er því ávallt
að brenna hráka og gröft, sem grunur er á að hafi berkla-
sýkla að geyma.
Sé smitunarup'psprettan athuguð í hverju einstöku til-
felli, kemur í ljós, að langoftast má rekja hana beint til
berklaveikra sjúklinga. 1 einstökum tilfellum getur verið
um krókaleiðir að ræða, en allar ber þær loks að sama
brunni, sem sé hinum smitandi berklaveika sjúklingi.
Sýklarnir geta borizt frá berklaveikum sjúklingi aðal-
lega með fernu móti:
1) Með uppgangi:
Sé um berkla að ræða í lungum, barkakýli, hálsi eða
munni, berast sýklarnir með uppgangi eða munn-
vatni, og breiðast því út með hrákum eða úða eftir
hósta. Daglega getur gengið upp úr slíkum sjúklingi
svo milljónum skiptir af berklasýklum, og dreifir
hann þeim út um allt, ef engrar varúðar er gætt.
Það liggur því í augum uppi, hve berklaveikum sjúkl-
ingum er það áríðandi að fara varlega með uppgang
sinn, og hósta sem gætilegast. Verður að rannsaka
uppganginn oft og vandlega, og safna honum í
hrákakönnu, ef sjúklingurinn er rúmfastur, annars
í hrákaglas, sem hann ber með sér, og brenna síðar
innihaldinu. Skal í þessu sambandi á það bent, hve
óvarlegt er að hrækja á gólf eða ganga, götur og
gangstéttir, þar sem fjöldi manns fer um daglega,
Heilbrigt líf
135