Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 101
er af en svo, að þau geti haldizt uppleyst og fljótandi í blóðinu.
Þannig fellur sykurinn til botns og safnast saman einkum á þeim
stöðum, þar sem „árfarvegurinn“ — þ. e. a. S. tennurnar í þessu til-
felli — er gerður af efnum, sem eru efnafræðilega náin sykrinum"
(bls. 47). Síðan leggst sykurinn á kalkið í tönnunum, af því að hann
er efnafræðilega, skyldur því (og frændur eru frændum verstir mætti
bæta við), og eyðir þannig tönnunum innan frá.
Hinn „fullgildi náttúrusykur . . . verkar temprandi á efnaskipti
likamans, styður að þvi að hreinsa burtu ösku þá og úrgang, sem
verða til við brunann í líkamanum“, en hreinsaði sykurinn (sá dauð-
hvíti) „bindur ösku þá og úrgangsefni, sem myndast við efnaskipti
og bruna í líkamanum, í vefina, og verður þannig, svo sem frá hefir
verið skýrt hér að framan, einn hinn mikilvirkasti sjúkdómsvaldur“
(bls. 51—52).
Þá er sykurstyrkleikinn. Sykurmagn jurtanna (sykurrófna og
sykurreyrs) er aðeins 14—18% (bls. 50—51). „Sjálfar sykurjurt-
irnar þola ekki meiri sykurstyrkleika en 18%. Mannslíkaminn þolir
aðeins 0.1% sykurupplausn. Hinn siðaði maður heldur, að hann geti
að ó„ekju neytt sykurs með 99,95% styrkleika“ (bls. 70). „Það ligg-
ur í augum uppi, að þegar einhverju efni, sem náttúran framleiðir,
er þjappað svo mjög saman, langt fram yfir það, sem náttúran
gerir sjálf, þá hlýtur slíkt að hafa í för með sér hinar afdrifarík-
ustu afleiðingar fyrir vellíðan mannanna, spilla heilsu þeirra, trufla
efnaskipti líkamans háskalega og ráða úrslitum um örlög þeirra“
(bls. 51). (Þetta hlýtur þá einnig að eiga við um hið samanþjapp-
aða smjör, osta o. fl. þ. h.!)
„Þessi mikla samanþjöppun hreinsaða sykursins er höfuðástæð-
an til hinna skaðlegu áhrifa hans á slímhúðir mannslíkamans, vefi
hans, kirtla, æðar, meltingarfæri og aðra hluta hans yfirleitt. Ahrif
þessi eru með ýmsum hætti: Uppleysandi, ýfandi, brennandi (bólgu-
myndun), sýrumyndandi, auk þess sem truflun og hnignun verður á
efnaskiptum líkamans“ (bls. 52).
Þeir eru ekki fáir sjúkdómarnir, sem hvíti sykurinn hefir á sam-
vizkunni: Ævilangt harSlífi, slimhúðabólgur, langvinnt nefkvef, of-
kæling, bólgur í augum, kirtlar í augum, langvinn kirtlabólga, tann-
skemmdir, blóðleysi, hálskvillar, lifrarkvillar, sykursýki, mænuveiki,
magakvef, magasár o. fl. „Og i Danmörku, sem er efst á blaði allra
Norðurlanda í sykurneyzlu, lyktar þessu með krabbameini hjá 5.
hverjum manni“ (bls. 37).
Þá veldur sykurinn og andlegri veiklun, taugaáföllum, þunglyndi
Heiibrigt líf 205