Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 16
Það fer sjálfsagt ekki mikið fyrir því í heimsfréttun-
um, þegar slíkar breytingar verða lögfestar í ýmsum
stærstu ríkjum heimsins, — áreiðanlega minna en þeg-
ar skipt er um stjórnmálamenn, hversu ómerkilegir sem
þeir eru. En vafalaust markar önnur eins breyting og
þessi dýpri spor í þróun lands og þjóðar heldur en flest
annað, sem auglýst er í öllum blöðum með ógrynni af
prentsvertu.
Ef til vill væri önnur leið hugsanleg til að bæta brauð-
in. Maður nokkur í Bandaríkjunum, að nafni D. H.
Brown, hefir fundið upp aðferð til að mala hveitikorn
þannig, að frjóið fylgi mjölinu, án þess að spilla því; Með
því að blása miklu lofti inn á kornið um leið og það er
malað, virðast fituefnin í frjóinu festast þannig, að þeim
hættir ekki við að þrána eftir það. Bæði Hitler og Stalin
hafa gert út menn til að semja við D. H. Brown, og full-
trúar frá mörgum löndum, þar á meðal Bretlandi, Italíu,
Svíþjóð og Sviss, voru nýlega sendir til hans til að athuga
málið með væntanlega samninga fyrir augum.
Ekki er unnt að segja að svo stöddu, hvort þessi með-
ferð á hveitinu muni ryðja sér almennt til rúms. En, þar
sem hún útheimtir miklu rúmbetri myllur en hingað til
hafa verið notaðar, er skiljanlegt, að ekki sé hægt að
breyta til í einni svipan í kornframleiðslulöndunum. En
hugsanlegt væri, að fá.mætti okkar litlu þörfum fullnægt.
Sagt er, að hveitimjöl þetta kosti aðeins örlítið meira en
vanalegt hveiti, og nemur það ekki nema rúmum 30 aur-
um pr. tunnu. En af því gefur eigandi einkaréttarins
fimmta hlutann til Chicago háskóla (eitt cent pr. tunnu).
Sennilega er þessi aðferð eitthvað meira en skrum,
þar sem henni hefir verið veitt svo mikil athygli. Meðal
annars hefir heilbrigðisráðið í Mexíkó farið fram á það,
að ríkisstjórnin kaupi réttindin til þessarar aðferðar og
lögbjóði hana þar í landi.
120
Heilbrigt llf