Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 15
•er geymt í hita, heldur en þar, sem hitinn er lítill, eins og
hér á landi. Mætti því vel vera, að hveitið gæti geymzt
hér mánuðum saman án þess að spillast nokkuð, og væri
því ef til vill hægara fyrir okkur að nota það, heldur en
ýmsar aðrar þjóðir.
Síðan styrjöldin skall á, hafa ýmsar þjóðir farið að at-
huga hjá sér manneldismálin meira en áður. Og það, sem
athygli þeirra hefir þá beinzt einna mest að, eru einmitt
brauðin. Bretar skipuðu svo fyrir í fyrra með lögum, eft-
ir ráði rannsóknarnefndar þeirra í læknisfræði (Medical
Research Council), að bæta skyldi Bi-fjörvi (thiamin) og
kalki í allt hveiti, sem notað er í brauð. Thiamin er hreint
Bi-fjörvi. Þekkja menn samsetningu þess (Ci2 Hi8 N( 0 S
Cl2) og geta framleitt það úr öðrum efnum (syntetiskt).
Það þolir vel hita og eyðileggst ekki við vanalegan bökun-
arhita. Ein alþjóðaeining af Bi vítamíni = 2,5 y thiamin.
En y er = Vio,ooo gr. Ameríkumenn hafa nú starfandi
nefnd sérfróðra manna til að koma á svipuðum umbótum
hjá sér, og er vitanlegt, að sú nefnd ætlar að leggja til,
að bætt verði Bi-fjörvi í brauðin og auk þess kalki og
járni. Fyrir stórt ríki eins og Bandaríkin, er slík breyt-
ing á brauðaframleiðslunni geysimikið átak. Meðal ann-
ars þarf mjög aukna framleiðslu á Bi-fjörvi, ef horfið
verður að því ráði að nota hreint thiamin saman við
brauðið. En svo mikið er víst, að ekki líða margir mán-
uðir, áður en sú breyting verður lögfest þar vestra.
Ástralíumenn eru nú að hugsa um að bæta brauðin hjá
sér, en ekki hefir náðst fullt samkomulag um, hvaða leið
skuli valin. Ýmsir af þeirra sérfróðu mönnum eru frekar
með því að taka upp aðra aðferð heldur en þá að bæta
thiamíni (Bt-fjörvi) í brauðin, og vilja heldur bæta þau
upp með því að nota sem mest af heilkorninu sjálfu, í þeim
tilgangi, að brauðið verði líkast því, sem það ætti að vera,
ef korninu væri ekki spillt í framleiðslunni.
Heilbrigt líf
119