Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 106
B-vitamínin. Þörfin á B-vitamíni eykst eftir því, sem meira er neyt-
af sykri og mjölvöru, og getur því orðið skortur á því við mjög
mikla og einhliða neyzlu sykurs og hvíts hveitis. Ef mikils er
neytt af hveitibrauði, er því varhugavert að nota í það eingöngu
hvítt hveiti.
Nú munu einhverjir spyrja: Ef það er rétt, að óhófleg sykur-
neyzla geti leitt til ófarnaðar, er þá ekki hin „uppreisnarkennda
árás“ á sykurinn, sem Náttúrulækningafélagið hefur með útgáfu
þessa fyrsta ritlings sins, réttmæt, þótt þar kenni nokkurra öfga
og missagna?
Það má að vísu segja, að oft sé nauðsynlegt að taka djúpt í ár-
inni í áróðursskyni. En öllu eru þó takmörk sett, og ekki sizt því,
hve fáránlegum staðhæfingum sé leyfilegt að halda að fólki undir
merki sannleikans, til þess að rugla dómgreind þess, þó aldrei nema
í góðum tilgangi væri gert. Enda getur árangurinn orðið öfugur
við það, sem til var ætlazt, sé of lang't gengið í því efni.
Eins og áður var sagt, og ljóst mun af þeim dæmum, sem ég hefi
tilfært úr kverinu „Sannleikurinn um hvíta sykurinn", er þar svo
langt gengið í hóflausum öfgum og rangfærslu staðreynda, að varla
mun ofsagt, að íslenzkum lesendum sé misboðið með því að ætla
þeim að gleypa við slíku. En að því leyti getur bókin beinlínis gert
ógagn, að mörgum mun hætta við, að loknum lestri, að láta allar
aðvaranir við of mikilli sykumeyzlu sem vind um eyrun þjóta, það
hljóti allt að vera sérvizkulegar firrur, eins og flest það, sem í
þessari bók er sagt.
Júl. Sigurjónsson,
Dr. med.
HÁIR HÆLAR.
Kvenfólkið tyllir sér á tærnar, fær sér skó með svo háum hæl-
um, að líkamsþyngdin hvílir mest á tánum, sem vilja fettast upp.
En heilbrigt er, að þyngdin komi á hælinn og tábergið — þófana
aftan við tærnar. I bók sinni „Mannslikaminn og störf hans“ telur
Jóhann Sæmundsson, yfirlæknir, hæfilegt, að hælar á kvenskóm
séu ekki hærri en 3 sentímetrar. Gera dömurnar sig ánægða með
það?
210
Heilbrigt líf