Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 84
víða um lönd, m. a. í Suðurríkjunum í Ameríku, var herfi-
leg plága á fátækum almúganum. Sjúklingarnir urðu ger-
samlega holdalausir, hlaðnir kaunum, sljóir á sinninu og
vesluðust upp. Vítamín B3 gefur þeim heilsu og líf. Lækna-
vísindin hafa þarna náð yfirtökunum á enn einum skæð-
um sjúkdómi. Læknarnir gera sér jafnvel vonir um, að
takast megi að lækna suma sljóa, geðbilaða sjúklinga með
vítamín B3.
Fjórða í röðinni er Pyridoxin = B4. Það var framleitt
kemiskt hreint árið 1939. Læknar hafa náð nokkrum ár-
angri með því að nota þetta B-fjörvi við máttleysisveiki,
sem stafar frá taugakerfinu, einkum paralysis agitans.
Það er hörmulegur sjúkdómur og ekki óþekktur hér á
landi. Fylgir því ástandi magnleysi, en jafnframt óstöðv-
andi titringur og svitakóf. Hefir áður verið ólæknandi.
Vísindamennirnir hafa — bæði fyrr og nú — mjög
beint athygli sinni að þeim möguleika, að sumar tegundir
krabbameins kunni að stafa af óhentugu daglegu fæði, og
þá m. a. því, að B-vítamín kunni að vera af of skornum
skammti í matnum. Hér er ýmsar krókaleiðir að fara. Líf-
efnafræðingar við Harvard-háskólann hafa leitt líkur að
því, að of naum B-efni í fæðinu hnekki mjög lífstarfi
nýrnahúfnanna, sem teljast til blindra kirtla og framleiða
adrenalín. En hnignun þessara furðulegu blindu kirtla
kunni að hafa í för með sér hnignun holdsins í öðrum líf-
færum, er svo lendi í krabbameini. Nú er ekki víst, að
þessi vandræði stafi frá því að B-vítamín vanti í fæðið,
þannig að meinsemdunum yrði þá afstýrt með B-auðugum
mat. En hitt kann líka að eiga sér stað, að líkaminn geti
ekki af einhverjum ástæðum tileinkað sér B-efnin í fæð-
inu. Eitt B-vítamínið nefnist Pantothen-sýrsL og fara nú
fram ítarlegar rannsóknir á því, hvort þetta efni standi
óbeinlínis í sambandi við krabbamein með tilverknaði
nýrnahúfnanna. Allt er þetta á tilraunastigi.
188 Heilbrigt lif