Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 87
Karl Kroner, dr. med.:
SKOTTULÆKNINGAR NÚTÍMANS
Vér lifum á svonefndri menningaröld, og erum mjög
hreyknir af því, hve langt vér höfum komizt áleiðis. Bros-
andi hugsum við til þess, að fyrr á tímum og enn í dag,
er hjá frumstæðum þjóðum leitað töframanna og skottu-
lækna til særinga og annars kukls, í því skyni að fæla illa
anda frá þeim sjúku. Vér lesum með hryllingi, að á mið-
öldunum voru brenndar á báli kerlingar, sem menn ímynd-
uðu sér göldróttar, þar eð þær hefðu sýkt menn og fénað
með töfrum eða flutt farsóttir til landanna. — Sú öld er
nú liðin.
Nú vita menn, að smitandi sjúkdómar koma eigi af
göldrum, heldur valda þeim lifandi sóttkveikjur. Vér
þekkjum orsakir flestra þessara sjúkdóma, vitum hvern-
ig þeir breiðast út og getum að miklu leyti afstýrt þeim.
Hinum hættulegustu þeirra, sem fyrr meir eyddu milljón-
um manna, er búið að útrýma, að minnsta kosti úr Evrópu
t. d. svarta dauða og kóleru. Öðrum, eins og t. d. bólusótt,
verjumst vér aftur á móti með bólusetningu. Svo að segja
allt þetta má þakka hinni vísindalegu læknisfræði, sem á
síðustu fimmtíu árum hefir tekið geysilegum framförum,
enda hafa náttúruvísindin stöðugt fært oss nýja þekk-
ingu, aðallega í eðlisfræði og efnafræði. Læknisfræðin
hefir tekið alla þessa þekkingu í þjónustu sína, því sjálf
er hún aðeins ein grein náttúruvísindanna. Maðurinn er,
eins og aðrar lifandi verur, háður lögmálum náttúrunn-
ar. Vér höfum nú miklu meiri þekkingu en forfeður vorir,
Heilbrigt líf
191