Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 42
ótti er jafnan ástæðulaus. Bezt er að taka því með rólyndi,
þótt svefninn þregðist nótt og nótt, jafnvel að miklu leyti.
Oft er það ótti við svefnleysi, sem heldur vöku fyrir fólki.
Það leggst til hvíldar með kvíða, eða jafnvel vissu um að
það sofni ekki, er sífellt að bylta sér, gæta á klukkuna
o. s. frv. Eftir því sem tíminn líður, aukast áhyggjurnar
og loks verður það andvaka. Enda þótt þetta sé bagalegt,
ber að forðast svefnlyf í lengstu lög, og aldrei skyldi nota
þau nema að læknisráði. Hins vegar ber að leggja allt kapp
á að undirbúa svefninn á eðlilegan hátt. I því sambandi
ber fólki, sem vangæft er með svefn, að forðast kaffi eða
tedrykkju svo nokkru nemi undir svefninn og sömuleiðis-
reykingar. Rétt er að gera sér far um að hátta reglulega,
áhyggjulaus og rór í skapi, liggja kyrr í rúminu og bægja
frá eftir föngum öllu því, er getur truflað augu og eyru.
Það má telja öruggt, að eigi sé allt svefnleysi, sem nefnt
er því nafni. Fjöldi fólks sefur svo laust, að það hefir ein-
hvern vott meðvitundar um, hvað gerist í kring um það
og telur þá oft, að það hafi alls ekki sofið, en sefur samt.
Margt hefir verið ráðlagt við svefnleysi, svo sem að
telja, lesa í leiðinlegri bók o. s. frv. og er vissulega skað-
laust að reyna þetta. Enginn skyldi ganga til hvílu með
kalda fætur, og eru því heit fótaböð nokkurs virði fólki,
sem er fótkalt. Heit fótaböð auka blóðsókn til fótanna og
verður því blóðsóknin til heilans hlutfallslega minni, en
óþarft er og jafnvel skaðlegt sumum, að fótaböðin séu
mjög heit.
Það er mikilvægt að sofa fyrir opnum glugga. Hreint
loft í svefnherberginu eykur þroska unglinga, bætir heils-
una almennt og dregur úr kvillasemi. Margir hafa illan
bifur á næturloftinu, en óhætt mun, í bæjum, að telja það
hreinna en loftið á daginn. Veldur því bæði, að umferð er
þá jafnan minni um götur, og minna af ryki, sóti og reyk
í loftinu. Þá er einnig áríðandi, að svefnherbergin séu
146
Heilbrigt líf