Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 42

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 42
ótti er jafnan ástæðulaus. Bezt er að taka því með rólyndi, þótt svefninn þregðist nótt og nótt, jafnvel að miklu leyti. Oft er það ótti við svefnleysi, sem heldur vöku fyrir fólki. Það leggst til hvíldar með kvíða, eða jafnvel vissu um að það sofni ekki, er sífellt að bylta sér, gæta á klukkuna o. s. frv. Eftir því sem tíminn líður, aukast áhyggjurnar og loks verður það andvaka. Enda þótt þetta sé bagalegt, ber að forðast svefnlyf í lengstu lög, og aldrei skyldi nota þau nema að læknisráði. Hins vegar ber að leggja allt kapp á að undirbúa svefninn á eðlilegan hátt. I því sambandi ber fólki, sem vangæft er með svefn, að forðast kaffi eða tedrykkju svo nokkru nemi undir svefninn og sömuleiðis- reykingar. Rétt er að gera sér far um að hátta reglulega, áhyggjulaus og rór í skapi, liggja kyrr í rúminu og bægja frá eftir föngum öllu því, er getur truflað augu og eyru. Það má telja öruggt, að eigi sé allt svefnleysi, sem nefnt er því nafni. Fjöldi fólks sefur svo laust, að það hefir ein- hvern vott meðvitundar um, hvað gerist í kring um það og telur þá oft, að það hafi alls ekki sofið, en sefur samt. Margt hefir verið ráðlagt við svefnleysi, svo sem að telja, lesa í leiðinlegri bók o. s. frv. og er vissulega skað- laust að reyna þetta. Enginn skyldi ganga til hvílu með kalda fætur, og eru því heit fótaböð nokkurs virði fólki, sem er fótkalt. Heit fótaböð auka blóðsókn til fótanna og verður því blóðsóknin til heilans hlutfallslega minni, en óþarft er og jafnvel skaðlegt sumum, að fótaböðin séu mjög heit. Það er mikilvægt að sofa fyrir opnum glugga. Hreint loft í svefnherberginu eykur þroska unglinga, bætir heils- una almennt og dregur úr kvillasemi. Margir hafa illan bifur á næturloftinu, en óhætt mun, í bæjum, að telja það hreinna en loftið á daginn. Veldur því bæði, að umferð er þá jafnan minni um götur, og minna af ryki, sóti og reyk í loftinu. Þá er einnig áríðandi, að svefnherbergin séu 146 Heilbrigt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Heilbrigt líf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.