Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 38
95 af hundraði smitist af berklaveiki. Hér á landi er
berklasmitun vafalaust mjög misjafnlega útbreidd, eftir
því hvort um kaupstaði eða afskekktar sveitir er að ræða.
Hafa þegar fengizt mikilsverðar upplýsingar um þetta
efni með berklarannsóknum þeim, er undanfarið hafa
verið reknar hér á landi, og nánar mun vikið að síðar.
GETRAUN UM LÍKAMANN
1. Stjórnar líkamsvexti. Ofvöxtur þar g-etur gert mann að risa.
2. Blaðka, sem kemur í veg fyrir, að manni svelgist á.
S. Framleiðir insúlín, sem brennir sykurefnum fæðunnar.
4. Nær fæðunni inn í blóðið að aflokinni meltingu.
5. Bein, sem tengir rifin.
6. Himna, sem skynjar þessi orð.
7. Vöðvapípa. Flytur matinn ofan í magann.
8. Hluti hjartans, sem knýr blóðið út um vöðvana.
9. Holrúm í höfuðbeinunum. Getur sýkst, ef maður snýtir sér
ógætilega.
10. Framleiðir saltsýru í matinn.
11. Ber boð til heilans um jafnvægi líkamans.
12. Himna, sem gerir lungun slétt og sleip.
13. Staður í þörmunum, þangað sem mikilsverðustu meltingarsaf-
arnir renna.
14. Gengur til og frá, þegar maður sker hrúta.
15. Kippist til við hiksta.
16. Stærsti kirtill líkamans.
17. Verður fyrst til að melta brauðbitann.
18. Vöðvi, sem erfiðar nótt og nýtan dag, 16—18 sinnum á mínútu.
19. Síar úrgangsefni úr blóðinu.
20. Nemur burt vatn úr fæðunni.
Svörin er að finna bls. 154.
142
Heilbrigt líf