Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 59
margir höfðu enga. Sérstaklega voru unglingar oft illa
búnir, og undantekning var það, að þeir hefðu nokkra
yfirhöfn í hjásetum, þótt slagviðri væri. En, eins og endra-
nær, er hér örskammt öfganna milli. Nú má stundum sjá
í sveitum, að börn og unglingar eru dúðuð langt um skör
fram, jafnvel í góðu veðri, og gerir það þau kveifarleg
og kvillagjörn. Sem betur fer, er þetta þó ekki sérlega al-
gengt. — Verkamannaföt þau, sem karlar, konur og ung-
lingar nota nú við útivinnu á landi, bæði í bæjum og sveit-
um, eru í alla staði hentugri en þau, sem áður voru notuð,
og vatnsheld verjuföt munu menn nú oftast nota í vot-
viðrum. Skófatnaður verkafólks er nú oftast gúmmískór
eða gúmmístígvél; má að vísu margt að honum finna, en
ekki voru íslenzku skórnir svo nefndu hentugri, þótt ó-
kostir þeirra væru aðrir. Þegar til alls kemur, tel ég lík-
legt, að nútímafatnaður sé hollari og undirrót færri kvilla
en sá, er áður var algengastur, þótt enn sé honum einatt
ekki hagað nægilega eftir veðurfari, og fatnaður sumra
kvenna muni oft vera skjóllítill um of. Nefna má það, að
danski læknirinn Schleisner, sem ferðaðist hér laust fyrir
miðja síðustu öld til að kynna sér heilsufar landsmanna,
telur, að tíðateppa kvenna sé með algengustu kvillum hér
og kennir það, að því er ég ætla með réttu, fatnaði, eða
réttara sagt, fatnaðarskorti kvenna. En nú mun tíðateppa
vera með fátíðari kvillum.
Breytingar á húsakynnum.
Næst skal athugað, hvern þátt líklegt er, að breytingar
á húsakynnum hafi átt í breytingum á heilsufari þjóð-
arinnar. Að vísu á það enn langt í land, að þau verði alls
staðar svo sem bezt má kjósa. En, ef borið er saman við
húsakost hér fyrr á öldum, er munurinn til hins betra svo
geipimikill, að ótrúlegt er, að nokkrum geti dulizt, að
allar líkur eru til þess, að þær breytingar, sem orðið hafa
Heilbrigt líf
163