Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 103
af 100.000 íbúa, eða rúmlega 30.000 alls árlega úr sykursýki í
Bandaríkjunum, en á Ítalíu 9.9 af 100.000 íb. og á íslandi aðeins 1.3.)
Næst víkur höfundurinn sér til Ítalíu, segir sykurneyzlu þar
mjög litla, enda þekkist þar varla sykursýki. Það mun rétt vera, að
bein sykurneyzla sé lítil á Ítalíu, en, hvað dauðsföll úr sykursýki
snertir, vantar ekki mikið á, að ítalir séu hálfdrættingar á við
Bandaríkjamenn, og 7—8 sinnum fleiri deyja þar tiltölulega úr
þessari veiki, en hér á landi, þótt við séum með mestu sykurneyzlu-
þjóðum. Mundum við þó telja það fjarstæðu, ef sagt væri að sykur-
sýki þekktist hér varla.
Þeir, sem enn kynnu að vera í vafa um skaðsemi sykursins, ættu
að lesa þessi ummæli höf. á bls. 59: „í samanburði við heilsuspjöll
þessara þriggja matvæla“ (þ. e. hreinsaða sykursins, hvíta hveiti-
brauðsins og kaffisins) „hafa kjöt, fiskur og egg litla þýðingu, en
þó hefi ég útrýmt því úr viðurværi mínu af ástæðum, er ég' geri
grein fyrir í „Den stora kraftcentralen". Um þetta er ég algjörlega
sammála hinum þekkta leiðtoga jurtaætna Justus . . .“. Og svo er
vitnað til hins þekkta Justus, er segir: „Það er miklu ósaknæmara
að borða kjötbita við og við heldur en þetta sætmeti“.
iMeð þessu á víst að taka af öll tvímæli um skaðsemi sykursins,
því að allir vita hvílík óhollusta er að því að leggja sér til munns
matvæli eins og kjöt, fislc eða egg!
Hér hafa nú verið tekin nokkur sýnishorn af þeim boðskap, sem
„Sannleikanum um hvítasykurinn" er ætlað að flytja inn á hvert
heimili í landinu fyrir aðeins 4 krónur. Er þar skemmst af að segja,
að þar úir og grúir af svo hóflausum öfgum og staðleysum, að auð-
sætt mun hverjum sæmilega athugulum og hleypidómalausum les-
anda, þótt ekki sé lærður á þessu sviði. En e. t. v. eru allra furðuleg-
ust umrnæli þau, er gefur að lesa í hinum sænska formála ritlings-
ins. Sá, er þennan formála ritar, er læknir (líklega sænsk-
ur). Segist hann hafa lesið bókina gaumgæfilega og kemst að þeirri
niðurstöðu, að hún skipi sér „óvéfengjanlega í fremstu röð í heims-
bókmenntunum á þessu sviði, bæði sakir óyggjandi áreiðanleiks . . .“
o. s. frv.
En er þá ekkert sannleikskorn að finna í þessari sannleikanum
tileinkuðu bók? Ekki er örgrannt um það, ef vel er leitað. Það er
þó ekki rétt, að sykurinn út af fyrir sig sé skaðlegur og einskis nýt-
ur sem næringarefni. Hitt skal viðurkennt, að hann er mjög ein-
Iieilbrigt líf
207