Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 105
minnka, og' ei’ þá augljóst, að hættara er við því en ella, að skortur
verði á einhverju þeirra. í þessu, en ekki öðru, er fólgin áhættan af
of mikilli neyzlu sykurs og annarra slíkra matvæla.
Sykurneyzlan hefir á síðari árum aukizt hér á landi sem annars
staðar, og mun óvíða hafa verið meiri fyrir stríðsbyrjun. Skal ekki
um það rætt að svo stöddu, að hve miklu leyti þessi aukning sykur-
neyzlunnar út af fyrir sig sé til ófarnaðar, til þess vantar enn full-
nægjandi upplýsingar um mataræðið í heild. Um það fæst væntan-
iega nokkur vitneskja af rannsóknum Manneldisráðs, sem nú er
verið að vinna úr.
Ég tel þó ekki ólíklegt, að neyzla sykurs og hvíts hveitis saman-
lagt hafi yfirleitt verið orðin of mikil hjá okkur, og því góðra gjalda
vert, að Náttúrulækningafélagið berjist fyrir því, að draga úr neyzlu
þessara matartegunda, ef það er gert á skynsamlegan hátt, svo að
árangurs sé að vænta. Sérstaklega má benda á það, eins og læknar
hafa þráfaldlega áður gert, að óhóflegt sykurát getur staðið börn-
um fyrir þrifum. Því að auk þess, sem sykurinn kemur þannig beint
í stað annarra fjölbreyttari fæðutegunda, eins og áður var skýrt,
veldur sætindaát einatt lystarleysi, ekki sízt við neyzlu milli mála,
eins og oft vill verða.
En, hvað sem þessu líður, þá er vist um það, að tröllasögur um
síhnignandi heilsufar og hrörnun þjóðarinnar, svo að til bráðrar
tortímingar horfi, hafa ekki verið rökstuddar og samrýmast illa
þeim staðreyndum, að manndauði fer sílækkandi, mannsævin leng-
ist og líkamsþroski eykst. Einn kvilla má þó benda á, sem vafalaust
hefir aukizt á siðari timum, en það eru tannskemmdir. Orsakir til
tannskemmda eru ekki að öllu kunnar, en líkur eru til þess, að þær
megi að miklu leyti telja til vöntunarsjúkdóma. Getur þar margt
komið til greina, en einna helzt hafa böndin þótt berast að kalki og
D-vitamíni, þ. e. skorti á þessum efnum í fæðunni. Hvorugt þess-
ara efna er í sykri eða hvítu hveiti, og fái þessar tegundir of mikla
hlutdeild í daglegu fæði, og einkum ef það verður á kostnað þeirra
fæðutegunda, sem innihalda þessi efni í ríkum mæli (mjólk, smjör,
lýsi o. fl.), getur það orðið til þess, að of lítið fáist af lcalki og
D-vitamíni, til þess að halda tönnunum hraustum. Út frá þessu
sjónarmiði væri það vafasamt, hvort það eitt, að heilhveiti væri
tekið upp í stað hvíta hveitisins, mundi hafa milda þýðingu vegna
tannskemmdanna, því að jafnvel heilhveitið inniheldur lítið kalk
og ekkert D-vitamín. Það, sem heiihveitið hefir fram yfir hvíta
hveitið af efnum, sem hætt er við, að geti vantað, er aðallega
Heilbrigt líf
209