Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 46
Maurinn er kvikastur í hita og myrkri og fer því mest
á kreik á nóttunni, þegar sjúklingurinn er kominn í rúmið.
Fyrst ræðst maurinn á börunclið, þar sem það er þynnst
og veikast fyrir, svo sem í fingurgreipum, kringum úln-
lið og holhendi, á brjóstum kvenna, kringum nafla, á kyn-
færum karla o. s. frv. Maurinn getur þó setzt að nærri
alls staðar á líkama mannsins. Á fullorðnum kemur kláði
þó mjög sjaldan á andlit eða í hársvörð, en á börnum
sést hann einnig á þessum stöðum.
Mjög oft sækir kláði á staði, þar sem föt eru bundin að
líkamanum, svo sem undir buxnastreng eða í beltisstað,
undir sokkaböndum eða brjóstahöldurum, og stafar það
vafalaust af því, að þekja húðarinnar nuddast og særist
undan böndunum.
Sjúkdómurinn lýsir sér fyrst með örsmáum glærum
vessablöðrum, á stærð við títuprjónshaus, á einhverjum
af þeim stöðum, sem áður var frá sagt.
Hafi sjúkdómurinn staðið í nokkra daga, sést oft á fleiri
eða færri stöðum marka fyrir göngum þeim, sem maur-
inn hefir grafið sér. Eru þeir líkir daufu blýantsstriki
og geta verið upp í 1/2 sentimetra á lengd. Liggja þeir
rétt undir yzta yfirborði húðarinnar. Oft sést í enda
gangsins glær vessablaðra, þar sem maurinn hefir að-
setur sitt.
Margir læknar álitu, eftir að kláðamaurinn hafði fund-
izt, að ekki gæti verið um óyggjandi kláða að ræða, nema
tekizt hefði að finna maur og sjá hann í sjónauka eða
stækkunargleri.
Þetta er þó ekki rétt, því mjög oft finnast ekki greini-
legir gangar, sérstaklega í byrjun sjúkdómsins, og er þá
nærri ókleift að finna maurinn. 1 enskri nýútkominni
kennslubók um húðsjúkdóma (Dr. Gardener) segir höf.:
„Það er mjög þýðingarmikið, að læknum lærist að þekkja
kláða, þó að engir gangar séu sjáanlegir".
150
Heilbrigt líf