Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 62
óumflýjanlega óþrifnaði innanhúss, að þeir tóku varla eða
ekki eftir honum né fundu yfirleitt muninn á hreinlæti
og óhreinlæti hjá sjálfum sér eða öðrum. Húsþrengslin og
innanhúss óþrifnaðurinn torvelduðu líka hreinlæti allra,
sem við það áttu að búa, og hirðingu á sjálfum sér svo
mjög, að því hlaut jafnan að verða mjög áfátt, hversu
upplagsþrifnir menn sem áttu í hlut. Hvernig átti nokkur
t. d. að geta varizt kláða eða lús, ef hann svaf hjá öðr-
um, sem var útsteyptur í kláða eða lúsugur? Sums stað-
ar var líka svo langt að ná í vatn og erfitt, einkum á
snjóavetrum, að það mátti til að spara það, og má nærri
geta, hver áhrif það hefir haft á þrifnaðinn. Kom það og
sjaldan fyrir, að menn þvægju sér innanklæða eða væri
þvegið eftir fyrsta barnsaldurinn, og andlit var ekki þveg-
ið að jafnaði nema ferðalög stæðu til, hendur oftar, en þó
ekki daglega, nema þær hefðu óhreinkazt venju fremur
eða óvenju þrifið fólk ætti í hlut. Þó var andlits- og handa-
þvottur orðinn miklu tíðari en þetta á síðustu áratugum
19. aldarinnar, enda allt hreinlæti þá á bataleið, þótt hægt
færi. Náttúrlega var þrifnaðarupplag manna mjög mis-
jafnt þá eins og nú, og til voru kattþrifnir menn, sem
tókst ótrúlega vel að halda sjálfum sér nokkuð hreinum,
en það voru undantekningar, og þótti yfirleitt óþarfa
nostur eða tilhald, ef kvenfólk átti í hlut, og vinnuþjófur
frá sjónarmiði húsbændanna. Að hrækja á gólf var svo
algengt, að jafnvel fólk, sem annars reyndi að temja sér
þrifnað eftir föngum, sá ekkert athugavert við það, og
vel mátti skilja á mörgum, jafnvel á fyrstu áratugum
þessarar aldar, að það væri óþarfa hótfyndni af læknum
að gera sér rellu út af því, a. m. k. ef ekki áttu brjóstveik-
ir sjúklingar í hlut. Hin miklu mök, sem menn höfðu við
hundana og samband þeirra við sullaveikina, eru svo kunn,
að ekki þarf nema rétt að minna á þau, og líka er nóg að
nefna óþrifasjúkdómana, kláða, flær og lýs. Að vísu
166
Heilbrigt líf